Núna er að fara í gang skemmtilegur aðventukransaleikur Hrím & Trendnet þar sem hægt verður að vinna sér inn 20.000 kr. gjafabréf í Hrím sem mun svo sannarlega koma sér vel fyrir jólin. Við viljum fá að sjá hvernig þið gerið aðventukransa og ætlum því að efna til smá keppni!
Það eina sem þarf að gera til að taka þátt er að vera með kertastjaka eða bakka frá Hrím og skreyta þá á skemmtilegan hátt og merkja svo myndina #TRENDHRIM & #hrimjol2014 á Instagram.
Þau í Hrím tóku sig til og skreyttu nokkra kertastjaka til að sýna lesendum Trendnet og gefa jafnframt góðar hugmyndir. Það er nefnilega svo gaman að geta nýtt það sem maður á fyrir en bæta svo við einföldum og fallegum skreytingum.
“Nýja String jólastjakann frá Ferm living þarf nú varla að skreyta en til að gera smá dúllerí fannst okkur koma vel út að setja slaufur úr snæri. Þennan stjaka má svo að sjálfsögðu nota allt árið.”
“Geo vírastjakinn frá Bloomingville hefur verið vinsæll hjá okkur svo það eiga hann eflaust margir. Greni og kanill gefur góðan ilm og rauðu kertin gera hann alveg extra jóló.”
“Designletters Expresso bollana má nota í ýmislegt annað en að drekka kaffi. Okkur fannst fallegt að setja snæri utan um bollana og svo skreyttum svo með greni og klipptum út laufblöð úr gömlu jólablaði, súper einfalt og ódýrt! Hægt að gera þennan persónulegan með því að klippa laufblöð úr því sem maður á.”
“llumina stjakinn frá Kahler er svo skemmtilegur að því leiti að hann er með smá skál. Þetta er skemmtilegur árstíðastjaki sem hægt er að leika sér með. Við settum brjóstsykur sem við tengjum við jólin og kanilstangir til að fá góða lykt.”
“Hér eru marmarastjakar frá Ferm Living settir á Bloomingville viðarbakka og greni lagt á bakkann. Við vildum hafa þennan frekar látlausan en svo fannst okkur vanta smá glingur þannig að við settjum demantaóróa frá Louise Roe í miðjuna til að setja punktinn yfir i-ið.”
20.000 kr gjafabréf í Hrím verður svo veitt í verðlaun fyrir flottasta kransinn þann 28. Nóvember.
Núna er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að leika lausum hala og koma sér almennilega í jólagírinn með því að gera aðventukransinn kláran.
Hægt er að skoða alla stjakana á Hrím.is.
Munið svo að merkja myndina #TRENDHRIM & #hrimjol2014
Skrifa Innlegg