fbpx

Á STRING HILLUNNI

HönnunPersónulegt

Þessu fína föstudagskvöldi hef ég eytt í allskyns dúllerí hér heima, ég er ein heima með strákinn minn sem er að klára sína þriðju eyrnabólgu í þessum mánuði og vill ekki sjá það að sofa. Mér tókst þó að endurraða í String Pocket hilluna mína á meðan að Bjartur minn tæmdi allar skúffur sem hann gat svona til að halda mér upptekinni. Þar sem að ég fæ reglulega fyrirspurnir um þessa hillu sem mér þykir svona gaman að raða í þá langaði mig til að segja ykkur frá því að um helgina er 20% afsláttur af String hillum á útsölunni í Epal. Eflaust þónokkur ykkar nú þegar búin að nýta ykkur það:)

12620494_10154507556083332_1778172679_o

Það er svosem ekkert nýtt hér nema ég færði aðeins úr öðrum hillum og létti á þessari. Hlýju kertið frá Skandinavisk sem þarna sést er reyndar nýlegt, en ég fékk það í jólagjöf, þetta er íslenska útgáfan af Koto sem er vinsælasta kertið þeirra og var sérgert fyrir afmæli Epal, ég á bæði enda afar hrifin af þessum ilm:) Eigið nú annars alveg glimrandi góða helgi!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

KATE MOSS : LIFE IS A JOKE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Fanney

    31. January 2016

    Ekkert smá flott hjá þér en hvar fékkstu blómapottinn í efstu hillu? :)

    • Svart á Hvítu

      31. January 2016

      Ég fékk hann fyrir nokkru síðan í Garðheimum, hef þó ekki séð hann aftur hjá þeim.