fbpx

KATE MOSS : LIFE IS A JOKE

Fyrir heimiliðVeggspjöld

Ef það er eitthvað plakat sem mætti bætast við á mína veggi þá væri þá Kate Moss: life is a joke, ég er alveg bálskotin í því enda einstaklega flott plakat. Ég væri þó gjarnan til í að vita hver ljósmyndarinn er en ég fann það því miður ekkert á minni netleit, enda óteljandi niðurstöður þegar leitað er af portrait mynd af hinni fögru Kate Moss. Ég get hinsvegar glatt ykkur með þeim fréttum að vefverslunin Reykjavík Butik var að hefja sölu á þessu æðislega plakati, sjá hér.

12525695_1060420573979688_988710419833637304_o

 Þess má geta að eigandi þessa plakats hér að ofan er búin að setja límmiða yfir skeggið til að fela það:)

12573779_1060420603979685_368489549983017120_n

12494880_1060420623979683_895420770208004330_n

 Tikk takk tikk takk… þetta mun líklega klárast fljótt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

JANÚAR ÓSKALISTI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Hrefna Dan

  26. January 2016

  Mikið er ég sammála þér með þetta plakat, ég þrái það! Og ég hafði einmitt hugsað mér að fela skeggið, það er ekki að ná til mín.. en reyndar má líka alltaf breyta til og fela skeggið stundum!

  Love it x

 2. Fjóla

  26. January 2016

  Algjörlega efst á óskalistanum þessi mynd <3