Ég er búin að vera með Y-stólinn eða Wishbone chair eftir Hans J.Wegner alvarlega mikið á heilanum í dag, svo mikið að ég er búin að ræða stólinn við flesta fjölskyldumeðlimi mína og nokkra vini, svona í veikri von um að fá “samþykki” fyrir slíkum kaupum:) Í ár hefði orðið 100 ára afmæli Hans Wegner og væri því ekki tilvalið að skella sér á eitt stykki? Einn vinur minn var reyndar svo almennilegur að minna mig á að ég eigi von á barni og þá kaupi maður sér sko ekki svona stól!
Ég er ekkert að biðja um heilt borðstofusett, en ég myndi láta mér duga 1-2 stykki. ó jiminn hvað það yrði fínt.
Ég myndi vilja stólinn í eikarútgáfu, -einstaklega falleg og klassísk eign.
Kannski… bara kannski… eignast ég svona fínerí einn daginn!
Skrifa Innlegg