fbpx

Á ÓSKALISTANUM: PANTHELLA MINI

HönnunKlassíkÓskalistinn

Panthella lampinn sem hannaður var árið 1971 af Verner Panton sem er jafnframt einn af mínum uppáhalds hönnuðum hefur lengi setið á óskalistanum mínum. Lampinn er einn af þeim allra fallegustu að mínu mati svo einfaldur og elegant en ég hef látið það vera að kaupa hann vegna þess hve dýr hann er og því ekki beint ofarlega á forgangslistanum okkar. Það var þó fyrir nokkru síðan sem ég fékk fréttir frá Louis Poulsen að þau eru að setja á markað mini Panthella lampa núna í september og skyndilega varð draumurinn um að eignast lampann allt í einu aðeins raunverulegri. Mini lampinn er 250 mm á hæð á meðan að hefðbundni borðlampinn er 400 mm. Ef það er eitt sem að mig skortir ekki þá eru það lampar og stólar ég veit það vel en ég hef alveg ótrúlega gaman af svona klassískri og fallegri hönnun og mun líklega safna henni alla tíð. Það eru jú til mörg verri áhugamál en þetta:)

Lamparnir koma í mörgum litum þó svo að hvíti heilli mig mest enda hefur Panthella hingað til bara verið til í hvítu, næst á listanum er þó svarti sem er mjög töff en mér finnst hann mögulega of svipaður Flowerpot lampanum mínum (Verner Panton) sem er líka svartur þó svo að ég skipti regulega um skoðun. Talandi um lampa eftir herra Panton þá má ég til með að nefna í leiðinni annað ljós eftir hann sem situr á óskalistanum en það er fallega Fun skeljaljósið sem er algjört bjútí en það er efni í aðra færslu…

media-1026468-tg-65

Myndin hér að ofan er af Panthella gólflampanum sem er líka draumur í dós.

14269219_566729220194270_1826225087_n

Hér má sjá mini Panthella lampann í svörtu, mjög klassískur og flottur.

Mig hlakkar dálítið til að sjá þá með eigin augum ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

NÝTT ILMKERTI: SKANDINAVISK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. M

    19. September 2016

    fann gólflampann á notaðar hönnunarvörur í vetur á 11.þúsund kr! sjaldan verið eins glöð en hann er einmitt einn af mínum uppáhalds hönnuðum.