Ég ætlaði að birta júní óskalistann minn í kvöld, en þessir tveir hlutir sem þar áttu að enda eiga skilið sérfærslu!
Danska hönnunarfyritækið By Lassen er að gera svakalega góða hluti en það gaf út á dögunum borðin Twin og leðurhankana Stropp. Borðplötunni á Twin borðunum er hægt að snúa á tvo vegu og gyllta útgáfan heillar mig mest en á hinni hliðinni er ljósgrár litur (misty green), svo er líka til kopar og viðarútgáfa (sem breytast í svart og svo hvítt). Leðurhankana má nota á marga vegu, ég persónulega myndi nota þá undir tímaritin eða viskastykki í eldhúsið, það væri mjög smart. Það munaði litlu að hankarnir hafi ratað ofan í poka í dag í Epal þegar ég fór að kaupa höldur á skápinn í barnaherbergið en sjáum til hvort ég hafi sömu sjálfsstjórn í næstu ferð.
Þetta borð er nokkrum númerum of fallegt, það verður bara að segjast. Svo er algjör snilld að hægt er að snúa plötunni við og hvíla gullið smá.
Hvernig eruð þið að fíla þessar nýjungar frá By Lassen?
Skrifa Innlegg