fbpx

Á GANGINUM…

PersónulegtÝmislegt

Gangurinn á heimilinu er loksins hættur að vera alveg tómur og nokkrar myndir hafa verið hengdar upp og meðal annars þessi fíni fugl. Það er orðið dálítið síðan að ég stoppaði hann upp, en hann hefur aldrei fengið að fara upp á vegg fyrr en núna nýlega. Ég er mjög hrifin af uppstoppuðum dýrum þó að það sé alls ekki allra sem ég skil mjög vel. Fuglinum var skellt upp á nagla sem var þarna fyrir svo ég er eftir að ákveða mig betur hvort að fiðrildamyndirnar fái að vera þarna líka, mér finnst eitthvað furðulegt við að hafa bæði fugl og fiðrildi á sama vegg, en það er kannski bara ég?

12

Þegar gengið er út úr forstofunni þá er þetta það fyrsta sem þú sérð á heimilinu, þetta áhugamál mitt fær alltaf misjafnar undirtektir sem ég hef þó vanist. Það er jú ekki hægt að geðjast öllum:)

3

Svo var ég búin að skipta út Scintilla myndinni sem var fyrir ofan sófann og núna prýðir hún ganginn:)

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér 

FALLEGT INSTAGRAM ÞÓRUNNAR HÖGNA

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Guðrún Vald.

    12. November 2014

    Mér finnst það einmitt passa mjög vel saman, fuglinn og fiðrildin. Og ég er líka hrifin af uppstoppuðum dýrum, jafnvel eftir að hafa skoðað himbrima hjá tengdó og tekið eftir því að hann reyndist vera allur fullur af lirfum. *hrollur* ;)

    • Svart á Hvítu

      12. November 2014

      Hahaha okey ojj. Ég er ekki viss um að ég væri jafn hrifin af þeim eftir það!

  2. Björg

    12. November 2014

    Fuglinn er mjög fagur! Fiðrildin trufla mig akkúrat þarna, finnst fuglinn ekki njóta sín í öllu sínu veldi með þau í kring.

    • Svart á Hvítu

      12. November 2014

      Æj já ég er sammála, held hann njóti sín best einn:)

  3. Sandra

    12. November 2014

    Vá flottur er hann!

  4. Fatou

    12. November 2014

    Æði!

  5. Tinna

    12. November 2014

    Fallegur ramminn utan um Scintilla myndina þína. Léstu útbúa hann fyrir þig sérstaklega?

    • Svart á Hvítu

      12. November 2014

      Ég fór með myndina í innrömmun, fann hvergi svona stórann ramma:/ Hann er úr spónlagðri eik:)

  6. Ragga

    13. November 2014

    Hvert fórstu með hana í innrömmun og hvað kostaði það?

    • Svart á Hvítu

      13. November 2014

      Ég fór í innrömmun Hafnarfjarðar og borgaði um 8 minnir mig, fékk þó einhvern smá afslátt því ég þekki til eigandanna. En þau eru með mjög sanngjörn verð og ofsalega góða þjónustu:)

  7. Hildur Guðbjörg

    14. November 2014

    Fiðrildin eru æði, hvar fékkstu þau ?

    • Svart á Hvítu

      14. November 2014

      Ég fékk þau á facebook, stærri rammann á Húsgögn retro og hin á Normu.. s.s. ekki til ennþá:/

  8. Hjördís

    14. November 2014

    Það stingur mig rosalega hvað myndin á endanum á ganginum er hátt uppi á veggnum :/

    • Svart á Hvítu

      14. November 2014

      Haha ég er sko sammála! Málið er að rafmagnskassinn er þarna á bakvið og ég vildi fela hann, hann er einmitt mjög hátt líka:)

      • Hrund

        17. November 2014

        Finnst svo gaman þegar myndir eru á óvenjulegum stöðum/í óvenjulegri hæð! Ef þetta pirrar þig en vilt samt hafa þessa mynd á þessum vegg þá væri hægt að skella einhverri annarri minni mynd/plakati fyrir neðan og þá verður þetta flott ;)