Eins og þið vitið nú þegar þá er ég mikill aðdáandi Snúrunnar, ekki aðeins vinna þarna sumir af mínum nánustu vinum heldur hef ég einnig fengið að fylgjast með þessu ævintýri hjá Rakel, eiganda Snúrunnar frá fyrsta degi.
Á morgun fagnar Snúran sem er ein glæsilegasta verslun landsins 4 ára afmæli sínu sem mér þykir alveg hreint ótrúlegt því ég man enn svo vel eftir því að hafa verið í bílskúrnum hennar Rakelar að versla vörur og þá hefði hvorugum okkar dottið í hug þessi ótrúlega velgengni svona stuttu síðar en núna hýsir Snúran einnig danska vörumerkið Bolia sem þykir mikill heiður. Í tilefni afmælisins fékk ég Rakel til að setjast niður og deila með okkur hvernig þetta ævintýri fór af stað og hvað stendur upp úr.
“Ráð mitt er alltaf að elta draumana sína, það er eitt að hafa hugmynd en allt annað að framkvæma hana. Það eru svo margir sem þora ekki af ótta við að mistakast.”
Í samstarfi við Snúruna vildi ég kynna fyrir ykkur afmælisfögnuðinn ásamt því að segja ykkur að um helgina verður 20% afsláttur af allri smávöru og ljósum í verslun og vefverslun. // Nánar tiltekið frá og með kl. 16:00 á föstudag og fram yfir helgi. Neðst í færslunni tók ég svo saman minn óskalista úr Snúrunni sem vonandi veitir ykkur innblástur.
Hvað kom til að þú opnaðir Snúruna?
Ég var búin að vera í löngu fæðingarorlofi og langaði virkilega til þess að komast í draumastarfið. Eru ekki allir að leitast eftir því að eftir að komast í starfið sem maður kallar að vera orðin fullorðin. Ég kynntist svo vel netverslunum þegar ég bjó út í London árið 2011 og langaði til þess að kynna hana fyrir Íslendingum. Upphaflega byrjaði Snúran sem netverslun og var þannig í 1 ár áður en við opnuðum í Síðumúlanum.
Myndir úr versluninni sem engin önnur en Rut Káradóttir hannaði.
Hverjir eru stærstu áfangarnir sem þú hefur náð með Snúruna?
Stærsti áfanginn er samningurinn við Bolia, það var rosalega stórt skref fyrir okkur að fara úr því að vera smávöruverslun yfir í húsgagnaverslun. Það hefur alveg ótrúlega mikið breyst frá því að vera með einn lítinn pappakassa í bílskúrnum heima í verslunina sem við erum með í dag. Ég hef alltaf verið dugleg að fagna áföngum en fyrsti var klárlega að opna verslunina í Síðumúlanum. Ári síðar var svo stækkun á sama stað og í fyrra færðum við okkur svo í tvöfalt stærra rými í Ármúla. Loksins get ég með sanni sagt að ég taki mér sumarfrí þetta árið en framkvæmdir fyrri ára hafa alltaf lent á sumrin.
Hver er best selda varan ykkar?
Best selda varan er án nokkurs vafa New Wave veggljósin okkar.
Topp 3 hlutir sem þú myndir vilja að allir ættu úr Snúrunni?
Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna en ef ég þyrfti að velja þá væri það kertastjaki frá Reflections, New Wave veggljós og sængurver frá Mette Ditmer.
Hvaða ráð hefur þú fyrir ungar konur sem dreymir um að eiga eigin rekstur?
Ráð mitt er alltaf að elta draumana sína, það er eitt að hafa hugmynd en allt annað að framkvæma hana. Það eru svo margir sem þora ekki af ótta við að mistakast. Ég mætti stundum hafa smá stoppara á mér en maður veit aldrei hvernig hlutirnar ganga nema að prófa þá.
Takk elsku Rakel fyrir spjallið – ég hvet ykkur til þess að kíkja við á afmælisfögnuðinn og fagna með þessum snillingum sem standa á bakvið Snúruna. Núna á föstudaginn, þann 23. mars verður smá gleði í versluninni í Ármúla 38. Drykkir, snarl, tónlist og almenn gleði.
// Hér má svo sjá minn lista af hlutum sem ég myndi velja inn á mitt heimili. Eins og alltaf þá vel ég vörurnar sjálf og þær endurspegla minn persónulega smekk ♡ Ég fæ hreinlega ekki nóg af kristal vörunum frá Reflection og sófaborðið frá ByOn er eins elegant og þau gerast.
Skrifa Innlegg