fbpx

3x HUGMYNDIR FYRIR BARNAHERBERGi

BarnaherbergiHugmyndir

Það styttist í 20 vikna sónarinn hjá mér og því má ég leyfa mér aðeins fleiri barnaherbergjapælingar. Í draumaveröld þá ætti ég stærri íbúð með aukaherbergi þar sem ég gæti gert svona fallegt barnaherbergi. En staðan er víst ekki þannig svo það eru bara draumar í augnablikinu:)

HH Anna H

Ég er ennþá ótrúlega heilluð af svona indíánatjöldum, en hugmyndin til hægri hvernig hillan er afmörkuð með lit er alveg frábær.

HH Pricka Mia Mackapar

Ég hef margoft sýnt doppótta veggi, en þessar pínulitlu doppur eru einstaklega fallegar og látlausar.

HH_skor_och_r_ddis_Zara

 Ský úr vír og litlir krúttlegir barnaskór hengdir upp til skrauts:)

Þetta eru reyndar einfaldar hugmyndir sem þurfa kannski ekkert sér herbergi. Kannski er það bara rugl í mér að það sé “möst” að eiga aukaherbergi, ef ég finn skipulagshliðina í mér sem ég týndi fyrir dágóðu síðan þá reddast þetta eflaust!

-Svana

UPPÁHALDS INSTAGRAM /FRUSTILISTA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Erla

  10. April 2014

  Hæhæ. Æðislegar hugmyndir af barnaherbergjum. Ekki getur þú svarað mér hvernig best er að hengja fána á veggi, naglar? Eða svona snúru t.d. sem skórnur hanga á? :)

  • Svart á Hvítu

   10. April 2014

   Það er best að negla fyrir því bara til að vera örugg, það er ekki nógu gott hald í lími:)