fbpx

20 HUGMYNDIR AF AÐVENTUDAGATÖLUM // TIL AÐ GERA SJÁLF!

DIYJól

Þegar kemur að aðventunni er ágætt að hafa í huga að setja sér raunhæf markmið þegar kemur að hugmyndum um allskyns föndur og spennandi jóladúllerí því það er svo sannarlega af nægu að taka á næstu vikum. Ég ætla þó að bæta enn einu á to do listann okkar og það er sú fallega hugmynd að gera okkar eigið jóladagatal helst uppfullt af samverustundum og mögulega smá gotterí líka eða litlum leikföngum handa krökkunum. Ég er þó sú fyrsta að viðurkenna að ég hef sett mér þetta sama markmið fyrir desember ár hvert og alls ekki alltaf tekist ætlunarverkið haha. En hugmyndirnar eru of skemmtilegar til að deila þeim ekki áfram ♡

Það er enn nægur tími til stefnu til að sanka að sér föndurdóti, tómum klósettrúllum, litlum klemmum, pappírspokum, glimmeri og öllu tilheyrandi. Og til að einfalda okkur þetta þá er líka góð hugmynd að byrja á því að útbúa dagatalið en undirbúa bara fyrstu 1-3 daga og lauma restinni ofan í þegar nær dregur….

Hugmyndir fyrir samverudagatal gætu verið eftirfarandi:

Skreyta piparkökur eftir skóla // Heimsækja Jólaþorpið í Hafnarfirði og fara á skautasvellið

Baka smákökur // Búa til jólaskrautslengjur úr poppkorni á meðan horft er á bíómynd

Klippa út snjókorn og gera snjókalla kakó// Finna til gjafir til að gefa þeim sem minna mega sín 

Skoða jólaljósin í Hellisgerði og fara á kaffihús // Náttfatadagur og jólakaffiboð fyrir ömmur og afa

Pakka inn gjöfum og búa til heimatilbúna merkimiða // Búa til heimatilbúnar karamellur

Sund og kvöldmatur að vali barnanna // Bíómynd og popp uppí rúmi á virkum degi

Fjölskyldu kökuskreytingarkeppni // Sykurpúða”stríð”

Kaupa jólagjöf fyrir systkini & kaffihús með mömmu eða pabba

Fara á safn eða í bíó // pakka inn jólagjöfum með smákökur og tónlist

Hvaða fleiri hugmyndir væri sniðugt að hafa með? ♡

 

Myndir : Pinterest/svartahvitu

Fallegt ekki satt?

11.11. NETSPRENGJA HJÁ DIMM & 20% AFSLÁTTUR

Skrifa Innlegg