fbpx

17 SMART HLUTIR TIL AÐ GERA PALLINN KÓSÝ

Garðurinn

Það styttist í að íslenska sumarið skelli á og þá er tilvalið að vera búin/n að græja huggulega hluti á pallinn – svalirnar eða garðinn til að gera upplifunina sem besta. Hengirúm, falleg lukt, led ljós, blómapottar og útiglös til að skála er eitt af því sem finna má á þessum lista. Oh ég gæti sko hugsað mér að eiga alla þessa hluti!

// Púði í útihúsgögnin til að koma sér vel fyrir sem síðan er geymdur inni. Hay – Epal. //  Blómapottur frá iittala – i búðin og söluaðilar iittala. // Flott kanna úr akríl sem er tilvalin til að hafa úti og þurfa ekki að hafa áhyggjur að eitthvað brotni. Aida úr Ramba store. // Fallegur færanlegur led lampi frá Menu, fullkominn til að taka með út á kvöldin. Epal. // Sumar múmínbolli – væntanlegur. // Æðislegt hengirúm frá Ferm living, sérpöntun – Epal. // Bluetooth hátalari frá Kreafunk. Fakó. // Stór úti eða inniblómapottur. Ramba store. // Lautarferðakarfa eða til að ferja hluti inn og út á pallinn. Ikea. // Pizzabretti fyrir öll grillpizzukvöldin í sumar. Dimm. //  Stílhrein lukt – Ramba store. // Smart járn útiborð – Bast. // Flott steypukúla í þremur stærðum, Dimm. // Smart glös úr akrýl plasti til að skála úti. Ramba store. // Pottahengi fyrir svalirnar frá Ferm Living. Epal. // Hlýtt teppi til að hjúfra sig við á kvöldin. Dimm. // Útihægindarstóll frá Hay. Epal. // 

Mikið hlakkar mig til að njóta fleiri daga úti í góðu veðri. Við erum í allskyns hugleiðingum fyrir framkvæmdir utandyra í sumar, þá þarf bæði að grafa upp lóðina og mála húsið svo fátt eitt sé nefnt. Svo verður vonandi orðið dálítið huggulegt til að vera hér úti ♡

FATOU & PÉTUR SELJA FALLEGA HEIMILIÐ Í URRIÐAHOLTI

Skrifa Innlegg