fbpx

16 VIKUR & 3 DAGAR

HugmyndirPersónulegt

Ég birti þessa mynd fyrr í dag á instagramminu mínu og finnst því við hæfi að skella henni líka hingað inn:)

Ég er heima að vinna á þessum fína mánudegi en ákvað að byrja daginn á því að hressa aðeins upp á nýja krítarvegginn í eldhúsinu, fannst alveg tilvalið að nota hann til að telja niður vikurnar í settann dag. Jú við eigum nefnilega von á litlu kríli í lok sumars:)

IMG_20140317_131050

IMAG4574

Það eru sumsé spennandi tímar framundan, við erum allavega að rifna úr spenning og ég á erfitt með að einbeita mér að vinnu flesta daga:) Sem ég þarf reyndar að breyta sem fyrst, því ég er búin að taka að mér alltof mörg verkefni næstu vikur. Mér hefði ekki dottið í hug hversu mikið er hægt að skoða sem tengist börnum, þá er ég helst að skoða reyndar barnaherbergi og aðrar skreytingar. -Fínasta afþreying:)

Eigið góðan dag,
Svana:)

DIY MARMARATÖLVA

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Best í heimi! Yndislega falleg skreyting á krítarveggnum ykkar, ég hlakka mikið til að fá að kynnast krílinu <3

 2. Karen Andrea

  17. March 2014

  Innilega til hamingju, yndislegir tímar framundan, geng einmitt með mitt fyrsta sem er væntanlegt í sumar :) Njóttu tímans og gangi þér vel :) Æðislegt að fylgjast með færslunum þínum :)

  • Svart á Hvítu

   17. March 2014

   Æj já… það eru allavega flestir dagar örlítið skemmtilegri núna:) Allt svo spennandi..

 3. Daníel

  17. March 2014

  Innilega til hamingju með barnið :)

 4. Áslaug Þorgeirs.

  17. March 2014

  Þið eruð krútt og verðið ofurkrútt góðir foreldarar!

 5. Herdís

  17. March 2014

  Yndislegt :)

 6. Margrét

  17. March 2014

  En æðislegt – til hamingju!!!

 7. Klara Hjartardóttir

  17. March 2014

  Það er svo yndislegt að vera samferða góðu fólki :)

 8. Eva

  18. March 2014

  flottur veggur & flott að telja niður á honum – svo mun krýlið líka eeeelska að skreyta hann one day ;0)