fbpx

145 FERMETRAR AF SMARTHEITUM

Heimili

Föstudagsinnlitið er sérstaklega fallegt í dag – smekklegt heimili í Kaupmannahöfn. Stíllinn á heimilinu er nokkurskonar blanda af skandinavískum og bóhemískum stíl með kvenlegum blæ, fjölskyldan hafði flutt tuttugu sinnum áður en þau fluttu til Danmörku, með stoppi í Marokkó og eru hlutirnir því úr mörgum áttum en á sama tíma er stíllinn minimalískur vegna tíðra flutninga þeirra. Þegar þetta er skrifað hefur fjölskyldan reyndar flutt aftur til L.A. en mikið er ég glöð að Elle Decoration hafi nælt í þetta innlit áður. Kíkjum í heimsókn!

Myndir via Elle Decoration

Smáhlutirnir eru svo mikilvægir og gefa heimilinu persónulegan sjarma og sögu, sjá t.d. á neðstu myndinni sem mér sýnist vera tekin yfir baðið allir litlu hlutirnir sem gera svo mikið fyrir stemminguna.

Ég er annars stödd í Berlín yfir helgina – ég vona að ykkar helgi verði frábær!

ÞVÍLÍKUR DRAUMUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Þórunn Hauksdóttir

    17. November 2017

    Love it !