fbpx

13 FLOTT ANDDYRI

Ráð fyrir heimilið

Hafið þið íhugað hversu miklu máli það skiptir að hafa anddyrið á heimilinu snyrtilegt? Þetta er jú fyrsta rýmið sem að gestirnir sjá og því skiptir “first impression” ansi miklu máli:) Ég hef alltaf jafn gaman af heimilum þar sem nostrað hefur verið við anddyrið en það er sko alls ekki á öllum heimilum og ég hef nú heimsótt þau ansi mörg. Flestir láta þetta rými liggja á hakanum og leyfa öðrum rýmum að ganga fyrir, sem er svosem skiljanlegt. Það þarf þó alls ekki að spreða miklum pening til að halda þessu fínu, smart ljós, spegill, snyrtileg motta og að hafa fallegu yfirhafnirnar og veskin sýnilegri en flíspeysurnar kemur þér ansi langt. Svo er hægt og rólega hægt að bæta við… myndir á veggi, smart körfur á gólfið og jafnvel uppáhaldshælarnir til sýnis.

Hér eru nokkur flott anddyri sem geta gefið ykkur hugmyndir:)

0abe3bda4a9aadd21f59bd34418657bc91a60673afb0bfdfbfd69da8da848995 993bb748ff47ac8a40e212c0da41f3003b8ed95126d983d3f4a6c5a6e7eda126 0071150675dcdaf41a711e94bd15caf0 a8bfaff1223355bcf693018cacf27714 af9a4387579d9271282258a8d016376ab6d3bc1d33bae586ef57b63b46426f49 b4344635635edbb8fc2e3a6564df9023cff46cf14912f456187599ab875c4b08Still life images of products designed by Therese Sennerholt0218562e825be3e626a76df914d5814cc3613a8a26108e4a32c7f61824b70327

Svo er anddyrið líka hið fullkomna rými til að leyfa sér smá flipp, t.d. hvað varðar val á gólfflísum eða jafnvel að mála gólfið í hressum lit! Rýmið er hæfilega lítið til að verða ekki yfirgnæfandi og þú færð seint leið á því þar sem að frekar litlum tíma er eytt þarna inni miðað við önnur herbergi heimilisins:)

PYROPET VINNINGSHAFINN

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Steinunn

  22. July 2014

  Þetta eru allt fín anddyri en því miður ekkert af þeim voða praktísk miðað við íslenkar aðstæður (fuuullt af jökkum osfrv). Þau virðast ekki heldur vera fyrir fleiri heldur en eina manneskju. Má ég panta svona samantekt þar sem örlítið meiri fatahirslur eru? Jafnvel barn á heimilinu?

 2. Eva

  22. July 2014

  aðeins of stílhreint til að geta talist raunverulegt! hehehehe hver á einn jakka og eitt skópar??

  • Svart á Hvítu

   22. July 2014

   Ég giskaði bara á að hitt væri inní e-m svaka fínum skáp sem sést ekki á myndinni:)

 3. Hrund

  24. July 2014

  Ég hugsa þetta líka alltaf þannig að þetta snýst um að sýna rýmin, hönnuna, fegurðina..en ekki mörg pör af gúmmístígvélum og skóm og yfirfull fatahengi af úlpum og öðrum yfirhöfnum! :P