Hafið þið íhugað hversu miklu máli það skiptir að hafa anddyrið á heimilinu snyrtilegt? Þetta er jú fyrsta rýmið sem að gestirnir sjá og því skiptir “first impression” ansi miklu máli:) Ég hef alltaf jafn gaman af heimilum þar sem nostrað hefur verið við anddyrið en það er sko alls ekki á öllum heimilum og ég hef nú heimsótt þau ansi mörg. Flestir láta þetta rými liggja á hakanum og leyfa öðrum rýmum að ganga fyrir, sem er svosem skiljanlegt. Það þarf þó alls ekki að spreða miklum pening til að halda þessu fínu, smart ljós, spegill, snyrtileg motta og að hafa fallegu yfirhafnirnar og veskin sýnilegri en flíspeysurnar kemur þér ansi langt. Svo er hægt og rólega hægt að bæta við… myndir á veggi, smart körfur á gólfið og jafnvel uppáhaldshælarnir til sýnis.
Hér eru nokkur flott anddyri sem geta gefið ykkur hugmyndir:)
Svo er anddyrið líka hið fullkomna rými til að leyfa sér smá flipp, t.d. hvað varðar val á gólfflísum eða jafnvel að mála gólfið í hressum lit! Rýmið er hæfilega lítið til að verða ekki yfirgnæfandi og þú færð seint leið á því þar sem að frekar litlum tíma er eytt þarna inni miðað við önnur herbergi heimilisins:)
Skrifa Innlegg