Það er vel við hæfi að birta þessar myndir í dag en þið munið eflaust mörg eftir geggjaða afmælisleiknum sem ég var með í fyrra í tilefni af 5 ára afmæli Svart á hvítu. Þá hafði ég fengið nokkrar af mínum uppáhaldsverslunum sem hver gaf 10.000 kr. gjafabréf og var einn ofur heppinn þátttakandi sem hlaut í vinning 100.000 kr. gjafabréf í nokkrum flottum hönnunarverslunum. Ég lét ykkur nú strax vita hver það var sem vann en hún heitir Anna Kristín Óskarsdóttir. Það er nefnilega þannig að ég er að taka mig í gegn í dag að verða betur skipulögð og var því að flokka gamlan póst þegar ég rakst á ótrúlega skemmtilegan póst frá Önnu Kristínu sem hún sendi mér í janúar! Mér til varnar þá var ég með einn ofur hressan 6 mánaða á þeim tíma og get því ekki sagt til um hvort ég hafi verið búin að sjá póstinn og gleymt honum eða ekki? Hún sendi mér nefnilega myndir af góssinu sem hún fékk sem var ægilega gaman að sjá. Svo er skemmtilegt frá því að segja að síðan þá hefur hún opnað sína eigin bloggsíðu: annakristinoskars.com sem ég mæli með að kíkja á.
Það sem vantar myndir af eru; Hrím: Grá Bloomingville vog og svunta með mynd af hreindýri//I am happy:prinsessukjól á dótturina// Snúran: Finnsdóttir kertastjaki. Áhugasamir geta fylgt Önnu Kristínu á Instagram þar sem hún er dugleg að birta myndir: @annakristinoskars
Það sem mér þótti þó vænst um að heyra var að ég hafi átt hlut í því að hún hafi ákveðið að opna bloggið sitt, vá hvað það gladdi mig mikið ♡
P.s. ég mun þó ekki koma til með að hafa jafn hrikalega stóran vinning í ár, það er bara á stórafmælum en ég er að velta fyrir mér hvað sé sniðugast að gefa og því eru allar tillögur vel þegnar!
Til hamingju með sex ára afmælið! Vinningurinn í fyrra var mjög veglegur og greinilega afar vel varið, gaman að sjá myndirnar :) Ég segi að afmælisgjöfin í ár verði veggspjald sem þú hannar sjálf + innrömmun, hef trú á að það verði falleg gjöf :)
En gaman að sjá þetta núna ári seinna :) Ég man ennþá nákvæmlega hvar ég var þegar ég komst að því að ég hefði unnið hehe….. Og það er sko alveg rétt með að þessi vinningur var byrjunin á þessu öllu. Ákvað að ég yrði að taka mynd af öllum vinningunum sem smá þakklætisvottorð og þá var bara ekki aftur snúið.
Takk aftur æðislega fyrir mig <3
Skrifa Innlegg