Þessi eldhús eiga það sameiginlegt að vera ekki aðeins ótrúlega falleg heldur einnig svo dásamlega litrík og skemmtilega óhefðbundin. Ef þú ert í eldhúshugleiðingum þá mæli ég með að punkta niður nokkrar hugmyndir héðan og ef þú vilt sjá enn fleiri myndir þá finnur þú mig einnig á Pinterest ♡
Náttúrusteinn, brass og fallegur viður er hin fullkomna blanda sem er hér toppuð með vegginnréttingu í björtum ljósgrænum lit.
Hér er loftið málað í stíl við veggina og sjáið hvað eldhúsinnréttingin poppar út og grænar flísarnar njóta sín.
Kóngablá innrétting við bleika efri skápa er skemmtileg blanda og útkoman er bæði fersk og falleg.
Hér nýtur sín vel stærðarinnar bleik eyja sem ég sé ekki betur en að sé steypt? Ég elska þessa ljósu litapallettu og litirnir á veggnum eru sömuleiðis mjög fallegir í mildum gráum tónum. Skemmtilegt hvernig háfurinn er síðan klæddur einhverskonar þiljum sem koma inn með nýja áferð svo útkoman verður allt annað en óspennandi:)
Myndaveggur í eldhúsið er góð hugmynd sem myndi lífga rýmið við og gefa því persónulegan sjarma.
Halló eldhús drauma minna! Ég elska hvað brassið gefur eldhúsinu mikinn elegans og þetta er eitthvað sem er á to do listanum mínum að klæða sökkla undir innréttingu á þennan hátt:)
Þessi blái litur er alveg æðislegur! Ég þarf að komast að því í Sérefni hvaða litanúmer hann væri en hann minnir mjög á bláa litinn sem ég var að mála baðherbergið með ♡ Það vaknar enginn í vondu skapi í svona björtu eldhúsi!
Fölbleikur litur nýtur sín svo ótrúlega vel við grænan lit, sjáið þessa fegurð! Og veggþiljunar á eyjunni gera útkomuna enn meira djúsí! (Fyrir áhugasama þá fást veggþiljur í Sérefni).
Hér má svo sjá klassískt og afar glæsilegt eldhús þar sem innréttingar með dökkum viðarfrontum og djúsí marmara eru alveg fullkomin blanda. Hillurnar tvær með fáum og vel völdum hlutum á setja svo punktinn yfir i-ið!
Ég er alltaf svo hrifin af brassi og þessar tvær myndir sýna ansi flotta útkomu þar sem brassplötur eru notaðar á innréttingar, á sökkul og á vegg. Svo fallegt og elegant.
Myndir frá Svartahvitu á Pinterest ♡
Vonandi veita þessar myndir ykkur góðan innblástur!
Skrifa Innlegg