Ég fæ reglulega fyrirspurnir um stofuskápa og þá sérstaklega hvaðan skenkurinn minn er sem sést stundum glitta í á heimilinu mínu. Þann skenk smíðaði hann Andrés minn og fæst því hvergi. Ég ákvað því að taka saman 10 flotta skápa og skenka úr öllum áttum enda eitt af þeim húsgögnum sem fáir vilja vera án. Ég get dundað mér dögunum saman að raða á skenkinn okkar fallegum hlutum og er einnig alltaf með augun opin eftir hentugum skáp undir stellið okkar. Að sjálfsögðu eru 10 skápar/skenkar aðeins lítið brot af úrvalinu sem er í boði og ég tala nú ekki um alla þá tekk skápa sem eru í umferð á sölusíðum á netinu.
Það var að koma nýtt merki til landsins en það er sænska A2 sem einbeitir sér að hönnun á húsgögnum. Þessi fallegi skápur fæst í Dúka.
Þessir tveir eru líka frá A2 en hægt er að skoða allt úrvalið hér.
A2
Þessi fallegi skenkur heitir Reflect og er frá Muuto sem fæst í Epal.
Fabrikor frá Ikea er nýkominn í stórri stærð en sá minni sem er einfaldur hefur notið vinsælda.
Berg skápurinn frá House Doctor er skemmtilegur með grafísku mynstri. House Doctor fæst m.a. í Fakó Húsgögn.
Það hefur lítið farið fyrir Bylassen húsgögnum en heldur betur meira farið fyrir smávörunum (Kubus). Frame eru mjög flottir skápar sem hægt er að raða saman að vild, litir, stærðir, upphengt eða með fótum. Bylassen fæst í Epal.
Hér er einn mjög klassískur og fallegur úr smiðju danska Bolia.
Superfront er snilldarmerki sem ég hef áður skrifað um en þar er hægt að sérsníða skápa frá Ikea og bæta við fótum, hurðum og höldum. Alls ekki ódýrt en þó skemmtilegur möguleiki.
Hér sést glitta í okkar fína skenk sem ég er svo hrifin af, hann er heldur styttri en margir skenkar eru sem gerir hann smá krúttlegan. Ég hef engan sambærilegan skenk fundið þegar ég er beðin um hugmyndir, en þessi hér frá Línunni er í svipuðum stíl fyrir utan gylltu höldurnar.
Skrifa Innlegg