fbpx

1 ÁRS AFMÆLISVEISLA HJÁ DÓTTUR ÞÓRUNNAR HÖGNA

DIYHugmyndir

Þið sem hafið lesið bloggið lengi hafið af og til rekist á færslur um skreytingar drottninguna Þórunni Högnadóttur – sem bauð okkur einnig í heimsókn nýlega á Svart á hvítu snappinu. Hún er ein af þeim sem gerir allt fallegt í kringum sig alveg sama hvað það er. Fataskápurinn hennar er æðislegur, heimilið er gullfallegt og ofan á það er hún með sérstakan áhuga á því að skreyta veislur og hef ég áður sýnt ykkur myndir frá skírnarveislunni hjá dóttur hennar, ásamt babyshower fyrir tengdardótturina. Núna er komið að 1 árs afmælinu og sýnist mér á öllu að frú Þórunn Högna hafi toppað sig enn og aftur, hér eru ófáar hugmyndir – njótið!

15966266_10154942177304510_5632129890925989894_n

16003195_10154942177309510_734436840187104678_n15977675_10154942177289510_8433956714615233144_n15970718_10154939367354510_411882295_n15995596_10154939367389510_1809833672_n 15978979_10154939367344510_1475598746_n15942320_10154939367434510_433497314_n 15970278_10154939367494510_1484355665_n 15942058_10154939367519510_173092918_n 15970688_10154939367489510_1279839370_n

Var þetta stór veisla? Nei, ekkert svo stór, með fjölskyldu og vinum voru þetta um 35 manns.

Tók undirbúningurinn langan tíma? Ég byrjaði að undirbúa afmælið í maí 2016 og verslaði smá þegar ég fór til Washington síðastliðið vor. Ég var svo alltaf að dúllast þegar tími gafst eins og föndra hengið og líma á flöskur og fleira.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að skreyta fyrir veislur? Bara allt, mér finnst þetta svo gaman, en skemmtilegast finnst mér að föndra eithhvað og skreyta borðið.

Er alltaf nægur tími til að gera veisluna fallega? Já, það held ég, ef maður skipuleggur sig þá er þetta lítið mál, ég hefði sko ekki viljað hafa minni tíma. Sérstaklega þegar ein lítil þarf alla athyglina.

Hvaðan eru svo hlutirnir? Dúskarnir og blöðrurnar voru pantaðir frá Etsy, ég nota þessa síðu mjög mikið. Glimmerdúkurinn er pappír sem ég keypti í Washington í versluninni Paper source, þessi búð er algjört æði og er heaven fyrir svona DIY skvísur! Hengið er heimatilbúið úr parketlista, hengi frá Partýbúðinni sem ég klippti niður ásamt kreppappir frá Søstrene Grene.

Takk fyrir okkur elsku Þórunn, ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi veisluna eða veitingar þá skiljið þið bara eftir athugasemd hér að neðan. Ég vona að þið getið nýtt ykkur eitthvað af þessum frábæru hugmyndum. Skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig hún nýtir glimmer innpökkunarpappír sem dúk, en þannig má auðveldlega poppa upp á veisluborðið á ódýran hátt.

svartahvitu-snapp2-1

NÝTT: STAFATÖFLUR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  25. January 2017

  Pant fá eitthvað smá af dugnaði Þórunnar þegar kemur að skreytingum – vá!!
  Sæta Lea er aldeilis heppin 1 árs stúlka ?

  • Svart á Hvítu

   25. January 2017

   Haha já, ég væri líka til í bara smá brot! Það kæmi mér ansi langt:)

 2. Kristín

  25. January 2017

  Hæhæ, Veistu hvaðan muffins formin og glimmer tölustafirnir eru? :)

  • Svart á Hvítu

   25. January 2017

   Þetta er nánast allt frá etsy s.s. muffinsformin og glimmerstafirnir á muffinskökunum, en hina glimmerstafina gerði hún sjálf með lími og glimmeri frá Litir og Föndur:)

   • Kristín

    26. January 2017

    Frábært, takk fyrir :)

 3. Ása

  12. May 2017

  Ekkert smá flott! Æðislegur litur þessi græni,.. Veistu hvaðan diskarnir, servétturnar og glösin eru ?