Þið sem hafið lesið bloggið lengi hafið af og til rekist á færslur um skreytingar drottninguna Þórunni Högnadóttur – sem bauð okkur einnig í heimsókn nýlega á Svart á hvítu snappinu. Hún er ein af þeim sem gerir allt fallegt í kringum sig alveg sama hvað það er. Fataskápurinn hennar er æðislegur, heimilið er gullfallegt og ofan á það er hún með sérstakan áhuga á því að skreyta veislur og hef ég áður sýnt ykkur myndir frá skírnarveislunni hjá dóttur hennar, ásamt babyshower fyrir tengdardótturina. Núna er komið að 1 árs afmælinu og sýnist mér á öllu að frú Þórunn Högna hafi toppað sig enn og aftur, hér eru ófáar hugmyndir – njótið!
Var þetta stór veisla? Nei, ekkert svo stór, með fjölskyldu og vinum voru þetta um 35 manns.
Tók undirbúningurinn langan tíma? Ég byrjaði að undirbúa afmælið í maí 2016 og verslaði smá þegar ég fór til Washington síðastliðið vor. Ég var svo alltaf að dúllast þegar tími gafst eins og föndra hengið og líma á flöskur og fleira.
Hvað finnst þér skemmtilegast við að skreyta fyrir veislur? Bara allt, mér finnst þetta svo gaman, en skemmtilegast finnst mér að föndra eithhvað og skreyta borðið.
Er alltaf nægur tími til að gera veisluna fallega? Já, það held ég, ef maður skipuleggur sig þá er þetta lítið mál, ég hefði sko ekki viljað hafa minni tíma. Sérstaklega þegar ein lítil þarf alla athyglina.
Hvaðan eru svo hlutirnir? Dúskarnir og blöðrurnar voru pantaðir frá Etsy, ég nota þessa síðu mjög mikið. Glimmerdúkurinn er pappír sem ég keypti í Washington í versluninni Paper source, þessi búð er algjört æði og er heaven fyrir svona DIY skvísur! Hengið er heimatilbúið úr parketlista, hengi frá Partýbúðinni sem ég klippti niður ásamt kreppappir frá Søstrene Grene.
Takk fyrir okkur elsku Þórunn, ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi veisluna eða veitingar þá skiljið þið bara eftir athugasemd hér að neðan. Ég vona að þið getið nýtt ykkur eitthvað af þessum frábæru hugmyndum. Skemmtilegast finnst mér að sjá hvernig hún nýtir glimmer innpökkunarpappír sem dúk, en þannig má auðveldlega poppa upp á veisluborðið á ódýran hátt.
Skrifa Innlegg