Jæja… enn einu sinni brýst Hafnfirðingurinn út í mér. Í kvöld er nefnilega tilvalið að gera sér ferð í fjörðinn fagra, margar verslanir eru opnar til kl. 22 og Jólaþorpið verður einnig opið! Það er nefnilega alveg hreint merkilegt að mínu mati hvað Strandgatan er orðin skemmtileg, og vel þess virði að gera sér ferð til að rölta í búðir og setjast á kaffihúsin.
Það sem er möst að gera er…
Í kvöld er opið til kl. 22 í Júniform, sérstök jólatilboð eru í gangi og léttar veitingar frá Pop up Lemon verða frá kl. 17-20:)
Það er líka möst að kíkja við í AndreA Boutique sem er með opið til kl. 21 í kvöld.
Og svo er það uppáhalds Luisa M sem stendur við Thorsplan, þar eru fallegir munir fyrir heimilið frá House Doctor og þar er einnig hægt að setjast niður í kaffi og köku! Opið til kl. 22.
Að sjálfsögðu er þessi listi ekki tæmandi, það eru margar aðrar spennandi verslanir, kaffihús og að ógleymdri Hafnarborg sem selur vörur frá Spark Design space.
Ég mæli með þessu:)
Skrifa Innlegg