fbpx

NINA BRUUN

Heimili

Þetta er í annað sinn sem að ég birti myndir frá heimili dönsku listakonunnar Ninu Bruun, en hún býr í Christianhavn ásamt kærasta sínum í þessari 53 fermetra íbúð. Fyrra innlitið (aðrar myndir) er hægt að skoða HÉR.

Það er gaman að skoða svona litlar íbúðir þar sem öllu hefur verið komið haganlega fyrir, en það er alls ekki auðvelt að koma sér fyrir í litlum íbúðum. Oftar en ekki er ekkert geymslupláss og því eru allir hlutir sem maður á til sýnis sem skapa oft einhverskonar óreiðu og það er lítil “ró” á heimilinu. Ég tala algjörlega af reynslu þar sem minn æðsti draumur í dag er að eignast heimili með geymslu! -Stórir draumar haha

:)

BUFFALO SKULL

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Helga

    13. June 2013

    Nei nei geymslur safna bara drasli, en jú gott fyrir jóladótið og dót sem ágætt er að hvíla aðeins.. :)

  2. Yndislegt heimili sem hún á! En já, það er erfitt að eiga lítið heimili án geymslu – hvað þá stúdíóíbúð! Ég er mjög þakklát fyrir að búa í ibúð sem hefur bæði geymslu OG bílskúr, mikill lúxus.

  3. Helena

    13. June 2013

    Mjög flott! En veit einhver hvar maður getur keypt svona hillur eins og á mynd 2?

    • Berglind

      14. June 2013

      Í Svíþjóð eru svona system mjög vinsæl, maður kaupir svona stangir og svo hillur (eða ýmislegt annað) sem maður festir á sjá hér frá Elfa: (http://www.bygghemma.se/varumarken/elfa/?p_catfilter=skenor).

      Það er kannski einhver með Elfa heima á Íslandi? Eða annað svipað?

      • Svart á Hvítu

        14. June 2013

        Þetta er algjör snilld! En ég held að þetta fáist ekki hér heima?

        • Helena

          14. June 2013

          Ó nei.. mig langar svo mikið í svona hillur. Takk fyrir upplýsingarnar :)

  4. Björk

    13. June 2013

    Flott heimili og skipulag !

    Thekkir thu thessa bókahyllu a mynd 3 ?

  5. Kristbjörg Tinna

    13. June 2013

    Bókahillan er DRAUMUR!!

  6. Ragnheiður

    13. June 2013

    Já, bókahillan er æði. Sýnist þetta vera Paperback hillur – fást í Pennanum :)

  7. disa

    16. June 2013

    Spái því að svona hillur taki við af hansahillum á næstu misserum..allir í pennann:)

  8. María

    5. July 2013

    Effa fékkst í Byko eða Húsasmiðjunni fyrir nokkrum árum.