fbpx

BUFFALO SKULL

Fyrir heimiliðÝmislegt

Ég eignaðist fallega Buffaló hauskúpu í gær, en þið sjáið mynd af henni hér til hliðar →  →  →

Hún er ekki enn komin upp á vegg, og hvort hún fari yfir höfuð upp á vegg í þessari íbúð er spurning…íbúðin okkar er mjög lítil og það er ekki hátt til lofts svo ég efast um að hún muni njóta sín mjög vel. Við hjúin látum okkur reyndar reglulega dreyma um að flytja svo þetta fær að koma í ljós. Myndin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég skoða hana reglulega, svona íbúð gæti ég alveg hugsað mér ásamt innanstokksmunum:)

Núna þarf ég reyndar aðeins að fara að passa mig… ég er mögulega komin með of mikið af dýrum+hauskúpum hingað heim, og það vill enginn eiga “creepy” heimili:)

DIY

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  • Svart á Hvítu

   12. June 2013

   Fékk hana á Normu markaði í kópavogi, getur séð hann á facebook undir NORMA. :)
   Það var þó bara því miður ein til… en mér skilst að svona fáist af og til í t.d. Heimili og Hugmyndir á Suðurlandsbraut?
   Hægt að tékka þar:)