fbpx

53 FM

Heimili

Í þessari 53 fm. íbúð í Christianshavn / Kaupmannahöfn býr hönnuðurinn Nina Bruun ásamt kærasta sínum Adam Dyrvig. Þegar þau ákváðu að flytja inn saman þurftu þau að velja vel úr búslóð þeirra beggja til að koma öllu sem best fyrir í þessari litlu íbúð. Það mætti segja að þeim hafi tekist vel til!

Þetta litla eldhús er eitt það flottasta sem ég hef séð, litrík og falleg listaverk&plagöt á veggnum og AJ lampinn setur punktinn yfir i-ið.

Bókahillan Paperback er algjört æði, og bækurnar fá virkilega að njóta sín.

Veggljósin hannaði Nina sjálf.

Tungusófi frá Eilersen.

Það dugar ekkert minna en 2 stk. Hang it all fyrir öll veskin.

 Ég elska að sjá svona pínulitlar íbúðir þar sem öllu er þó komið svo vel fyrir!

Myndir via: Alt for damerne

RUT KÁRA

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    9. February 2013

    Oh ég er svo sammála – ég ELSKA lítil pláss sem eru vel nýtt, ég fer alltaf inní 24 fermetrana í Ikea, pínu lítið en ég elska það. Þessi er einstaklega falleg, ég kannski banka uppá!

  2. Daníel

    9. February 2013

    flott íbúð :)

  3. Margrét

    9. February 2013

    Vá hvað þetta er fínt. Eldhúsið er fullkomið!

  4. Anna

    9. February 2013

    Mig vantar svo svona hillur eins og eru í svefnherberginu, hefur þú hugmynd um hvar svona fæst?

  5. Berglind

    10. February 2013

    Fæst Hang it all í Epal? Eða veistu hvar hann fæst?

  6. Gunni

    10. February 2013

    Anna, það er hægt að fá svipaðar hillur í Bauhaus, voða einfalt.

    • Svart á Hvítu

      10. February 2013

      Ég þarf greinilega sjálf að fara að gera mér ferð í Bauhaus bráðum:)