Hér er á ferð heimili sem segir VÁ! Það er ekki alltaf sem ég hef heimsótt þessi fallegu heimili sem ég sýni myndir frá, en hér hinsvegar býr ein uppáhalds vinkona mín ásamt fjölskyldu sinni og var húsið að koma á sölu og er opið hús núna um helgina, á sunnudaginn! Um er að ræða ótrúlega glæsilegt 6 herbergja Svansvottað raðhús í Urriðaholtinu á alveg frábærum stað í hverfinu, efst við Urriðaholtsstræti. Ég man þegar ég heimsótti hana fyrst í splunkunýtt húsið og hugsaði einmitt “VÁ þetta er næs hús”, það er smá skandinavískur fílingur yfir því, efnisvalið og allt umhverfið er svo sjarmerandi. Þið eiginlega verðið að kíkja á húsið, sjón er sögu ríkari ♡
„Í þessum húsum erum við að vinna með þætti sem hafa jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Þar á meðal má nefna áherslu á góða hljóðvist, sem dregur úr streitu og þreytu. Einnig náttúrulega lýsingu, því að við mannfólkið leggjum mikið upp úr dagsbirtunni.“
Það er svo falleg hugsun á bakvið alla hönnun hússins sem miðar að því að íbúum þess líði vel.
Hér er ansi áhugaverð lesning um húsið sem ég mæli með fyrir áhugasama:
„Svansvottuð raðhús fyrir aukin lífsgæði
Vistbyggð ehf hefur sett ný Svansvottuð raðhús í sölu, efst við Urriðaholtsstræti. Raðhúsin eru byggð úr krosslímdum timbureiningum og fylgja ströngum kröfum um efnisval og umhverfisspor til að standast kröfur Svansins, sem er umhverfismerki Norðurlandanna.
„Í þessum húsum erum við að vinna með þætti sem hafa jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Þar á meðal má nefna áherslu á góða hljóðvist, sem dregur úr streitu og þreytu. Einnig náttúrulega lýsingu, því að við mannfólkið leggjum mikið upp úr dagsbirtunni. Í húsunum er janframt loftskiptikerfi sem minnkar orkunotkun húsanna verulega og hindrar rakamyndun,“ segir Benedikt Ingi Tómasson, framkvæmdastjóri Vistbyggðar ehf.”
„Áhersla á vellíðan
„Við Íslendingar verjum mjög miklum tíma innanhúss, um 65% af þeim tíma er á heimilinu og því skiptir miklu máli að húsakynnin láti okkur líða vel. Kröfur Svansvottunarinnar styðja afar vel við þau markmið og stuðla auðvitað um leið að umhverfisvænum byggingarmáta,“ segir Benedikt.
„Sem dæmi má nefna loftskiptikerfið. Þá er fersku lofti að utan blásið inn og svo sogað út aftur og varminn frá útsogsloftinu notaður til að hita loftið sem kemur inn. Þessi varmaendurvinnsla minnkar orkunotkunina verulega og þarmeð hitaveitureikninginn. Um leið draga þessi loftskipti úr rakamyndun innanhúss,“ bætir hann við.
„Við hönnun húsanna horfðum við til þess að skapa heilnæmt húsnæði fyrir alla fjölskylduna, að það yrði auðvelt að fá vini í heimsókn og geta verið saman, en líka sitt í hvoru lagi í ró og næði.“
Myndir : Fasteignasíða Vísir.is / Pálsson fasteignasala
Fyrir áhugasama þá hvet ég ykkur til að kíkja á opna húsið núna á sunnudaginn þann 18. febrúar. Smelltu svo hér til að lesa enn meira um þessi heillandi Svansvottuðu hús.
Hér gæti ég hugsað mér að búa ♡
Skrifa Innlegg