fbpx

NÝTT & FALLEGT FRÁ IITTALA – DRAUMAVASI OG GULLFALLEGIR KERTASTJAKAR

Hönnuniittala

Iittala kynnti svo fallegar nýjungar fyrr í vetur sem ég er alveg bálskotin í, en þá er ég að tala um Ultima Thule blómavasa sem innblásinn er af klassískri hönnun Tapio Wirkkala og einni vinsælustu vörulínu Iittala, Ultima Thule sem við öll könnumst líklega við. Blómavasinn kemur í tveimur stærðum og fæst sá minni einnig í leirútgáfu. Ultima Thule vörulínan hefur verið í mörg ár í miklu uppáhaldi hjá mér og er blómavasinn nýjasta viðbótin í safnið mitt og ég elska hvað vasinn getur líka staðið einn og sér til skrauts og verið alveg jafn fallegur með engum blómum í.

Önnur nýjung sem ég er svona heilluð af eru brass kertastjakarnir sem bættust við Aalto vörulínuna og stela þeir auðveldlega athyglinni í hvaða uppstillingu sem er þar sem gyllt og glansandi áferðin grípur svo augað. Algjörlega gullfallegir og gordjöss.

    

Ég er svo heilluð af þessu jólamyndbandi frá Iittala, Merry Mode sem ég vil endilega deila líka:)

Þessar Iittala nýjungar fást meðal annars hjá ibúðinni, Epal og Kúnígúnd.

BJART & LEIKANDI LÉTT

Skrifa Innlegg