Poppykalas er ótrúlega spennandi og skapandi danskt blómastúdíó sem rekið er af Thilde Maria Haukohl Kristensen sem segja mætti að hafi endurskilgreint blómahönnun þegar hún opnaði stúdíóið sitt fyrir örfáum árum og hafa margir í kjölfarið fylgt þessum blómatískustraumi sem Poppykalas lagði línurnar að og aukið svo um munar úrval okkar blómaunnenda um heim allan.
Poppykalas hefur unnið að blómaskreytingum fyrir sum fremstu hönnunarfyrirtæki heims t.d. Fritz Hansen, Royal Copenhagen, Louis Vuitton, Gucci, Hugo Boss, Stine Goya, Jimmy Choo, Georg Jensen og Bang & Olufsen svo fátt eitt sé nefnt og gerir hún ætíð ævintýralegar blómaskreytingar sem vekja mikla athygli. Ég uppgötvaði hana fyrst á Instagram (hvar annarsstaðar?) og hef fylgst síðan spennt með litríkum pastel blómaheimi og fyllst innblæstri.
Poppykalas hannar einnig spennandi plaköt með ljósmyndum af blómvöndum stilltum upp í áhugaverðu umhverfi. Mér finnst þessar myndir vera alveg æðislegar og þær myndu svo sannarlega lífga við hvert heimili. Þú getur t.d. pantað þau sá ég frá Boozt (nýja uppáhalds síðan mín!). Þú getur séð meira á heimasíðu hennar hér.
Myndir // Poppykalas
Hvernig finnst ykkur þessi plaköt? Ég er mjög hrifin af þessu hér að ofan… en sé fyrir mér svipinn á sumum ef þetta færi uppá vegg í stærðinni 70x100cm eins og ég sé fyrir mér á ganginum haha.
Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg