Það er fátt sem gleður mig jafn mikið og falleg blóm í vasa og reyni ég að eiga þau til sem oftast, þá bæði þurrkuð og fersk blóm. Núna yfir hásumarið er ég dugleg að týna villt blóm í göngutúrum og setja í vasa eða glös, hvort sem það séu lúpínur eða minni blóm sem ég finn í vegköntum eða útí móa og skreyta þau heimilið mitt yfir allt sumarið. Einnig hef ég verið svo heppin að vera í samstarfi við Blómstru undanfarna mánuði sem er blómaáskrift og fæ ég falleg og fersk afskorin blóm send heim aðra hvora viku sem ég algjörlega elska og gæti ekki mælt meira með. Stundum hafa gestir orð á því að heimilið sé eins og blómabúð… en það getur varla verið annað en jákvætt því blóm eru með því besta sem ég veit.
Hér eru nokkrar myndir af blómunum sem skreyta heimilið þessa dagana –
Nýjasti Blómstru vöndurinn er sérstaklega fallegur. Vöndur vikunnar inniheldur Flæmingjablóm, Lisianthus, Pittosporum og Tryggðablóm. Alveg gordjöss!
Lúpínutíminn er alltaf í smá uppáhaldi hjá mér en hann stendur hæst í júní sem er einmitt minn uppáhalds mánuður. Þessar bleiku fann ég nýlega í göngutúr svo fallegar en sjaldséð sjón nema þá í blómabeðum. Fjólubláu eru því algengari sjón á mínu heimili.
Þessi fallegi vöndur kemur úr jarðarför ömmu sem haldin var nýlega og skreytir núna heimilið – svo ótrúlega fallegur, rétt eins og amma var ♡
Ég vona að sumarfríið sé að fara vel með ykkur – þangað til næst!
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg