Ég ætla ekki að reyna að koma í orð hversu hrikalegt ástandið er í dag og á mínu heimili hefur róðurinn verið mjög þungur undanfarnar 2 vikur ♡ En eitt veit ég og það er að það hefur sjaldan verið mikilvægara en að hafa það notalegt heima með okkar kærasta fólki ( þ.e. þeim sem við megum hitta).
Undanfarið hef ég verið að leiða hugann að þeim verkefnum sem ég tæki mér fyrir hendur á heimilinu ef það kæmi til leikskólalokanna / eða sóttkvíar og það væri áhugavert að taka jafnvel saman færslu með góðum hugmyndum hvað hægt er að gera.
Í dag langar mig til þess að deila með ykkur fallegum heimilisinnblæstri sem gefur góðar hugmyndir. Svefnherbergið er í uppáhaldi hjá mér, þvílíkur draumur að geta gengið út á svalir og drukkið morgunbollann á sólríkum degi. Hillurnar sem klæða stofuvegginn er líka bráðsniðug lausn og gefur heimilinu mikinn karakter.
Eigið góða viku –
Myndir : Stadshem
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg