fbpx

DIMM FAGNAR 2 ÁRA AFMÆLI MEÐ VEISLU & AFSLÆTTI

Fyrir heimiliðÓskalistinnSamstarf

Fallega verslunin DIMM sem er jafnframt ein af mínum allra uppáhalds verslunum fagnar núna 2 ára afmæli sínu og í tilefni þess verður að sjálfsögðu boðið í afmælisveislu þar sem veitingar verða í boði, afsláttur og frábær stemming! Boðið verður upp á 20% afslátt af flestum vörum út sunnudaginn og allir sem versla fara í pott og geta tveir heppnir unnið glæsilega vinninga með vinsælustu vörunum þeirra frá upphafi! Í vinning verður; Motta frá Linu Johansson, Weekend taska frá Carlobolaget, Babou hilla þreföld og Tyrkneskt rúmteppi og heildarverðmæti vinningsins er 63.960 kr. hvor pakki! Og ef vinningshafinn verslar þessar vörur um helgina fær hann þær endurgreiddar. 

Gleðin hefst með afmælisveislu fimmtudaginn 4. apríl frá kl. 17 – 20! 

Ekki láta þessa veislu framhjá ykkur fara ♡

Í tilefni afmælisins tók ég saman nokkrar fallegar vörur sem núna er hægt að næla sér í á afslætti – ég verð fjarri góðu gamni þar sem ég er erlendis en ég mæli svo sannarlega með því að kíkja við.

Hér að ofan eru mínar uppáhalds vörur þessa stundina – ég hefði auðveldlega getað raðað enn fleiri vörum á lista, bæði fyrir barnaherbergið og sælkeravörum sem eru hættulega góðar.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DIMM 

Verslunin Dimm er staðsett í Ármúla 44 en svo halda þau einnig úti öflugri vefverslun sem ég mæli með að kíkja á við tækifæri. Þið finnið vefverslunina hér til hliðar (að ofan ef þú skoðar í síma) en ég hef lengi átt í góðu samstarfi með Dimm enda með þokkalega svipaðan smekk og þessi fína verslun ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

GLÆSILEGUR ARKITEKTÚR & ÍBÚÐ SEM ALLIR ÞURFA AÐ SJÁ

Skrifa Innlegg