fbpx

20 FERMINGARGJAFA HUGMYNDIR

HönnunHugmyndirVerslað

Þá er sá tími runninn upp, fermingar! Ég fæ á hverju ári mikið af pósti frá lesendum varðandi gjafahugmyndir fyrir ýmis tilefni t.d. brúðkaup, stórafmæli og fermingar en það getur reynst erfitt að vita hvað 14 ára unglingar óska sér. Ég man að sjálfsögðu ennþá eftir minni fermingu og ég man sérstaklega vel eftir gjöfunum sem voru allar mjög fallegar og sumar þeirra á ég enn í dag, ég er alveg á þeirri skoðun að það eigi að gefa gæði á svona tilefnum og eigulega hluti sem geta elst með fermingarbarninu. Það er kannski þessvegna sem ég hugsa nánast eingöngu um hluti til að fegra herbergið þegar kemur að fermingargjöfum!

Ég tók saman nokkrar hugmyndir sem veita ykkur vonandi innblástur ef þið eruð að vandræðast með fermingargjöf. Margir unglingar hafa alveg jafn mikinn áhuga og við að hafa fallegt í kringum sig og því um að gera að gefa þeim fín rúmföt, töff hliðarborð við rúmið, lampa, eitthvað undir skartið, töff skrifborðsstól og annað til að punta herbergið svo þau geti verið spennt að bjóða vinum sínum heim.

fermingar

//1. Smart hliðarborð sem bæði er hægt að nota þegar vinirnir koma í heimsókn en einnig sem náttborð. Bloomingville, fæst í A4. //2. Panthella mini er til í mörgum skemmtilegum litum sem henta vel í unglingaherbergi, fást í Epal. //3. Klassísk íslensk hönnun – það þekkja allir Krummann frá Ihanna home, sölustaðir eru m.a. Dúka og Epal. //4. Spegill sem hægt er að leggja skartið sitt á, Normann Copenhagen, fæst í Epal. //5. Rúmföt er mjög klassísk gjöf og allir unglingar ættu að eiga eitt fallegt sett. Dots frá Ihanna home, söluaðilar m.a. Dúka og Epal. //6. Sætur kertastjaki til að punta herbergið, þessi er flottur stakur en einnig í grúppu með fleirum. Jansen+co, fæst í Kokku. //7. Hnattlíkan með ljósi er hrikalega smart, þessi fæst í A4. //8. Pirouette armband frá Hring eftir hring er bæði fínt en einnig hægt að nota dagsdaglega. Fæst m.a. í Aurum og Epal. //9. Þessar vegghillur eru æðislegar og hægt að raða saman að vild og snúa hilluberunum á tvo vegu, Pythagoras hillur fást í Dúka. //10. Krúttlegt hliðarborð með geymslu, fullkomið sem náttborð í unglingaherbergi. Fæst í A4. //11.  Bleikur Kastehelmi kertastjaki frá iittala í sætum bleikum lit. Fæst á flestum sölustöðum iittala. //12. OH stóll hannaður af Karim Rashid fyrir Umbra er flottur við skrifborðið og sérstaklega smart að leggja á hann gæru. Kostar 9.900 kr. í A4. //

Hér að neðan má sjá OH stólinn líka í svörtum en hann kemur í 6 litum. En mig langaði til að segja ykkur að dagana 23. – 27. mars eru Tax free dagar í verslunum A4 en þar fást t.d. vörur frá merkjum á borð við Bloomingville og House Doctor sem ég elska ó svo mikið ♡ Alltaf gott að nýta sér afslætti!
0083a00608-6b

Hér að neðan má síðan sjá fermingargjafahugmyndir sem ég setti saman í fyrra en eiga ennþá mjög vel við.

ferming2-620x852

1. Plaköt til að skreyta vegginn eru tilvalin í unglingaherbergi, þetta er frá Reykjavík Posters, fæst m.a. í Epal, Hrím og Snúrunni.// 2. Vasi frá Finnsdóttir, Snúran. // 3. DIY stafalampi, Petit. // 4. Muuto Dots snagar, Epal. // 5. Töff demantaljós, Rökkurrós. // 6. Bleikur gærupúði frá Further North, Snúran. // 7. Þráðlaus heyrnatól frá Bang & Olufsen. // 8. Fallegt hálsmen frá Octagon. //

Ég vona að þessi listi komi að góðum notum fyrir einhverja og þú mátt endilega benda á þessa færslu sérstaklega ef þú þekkir einhvern sem er að fermast sem getur þá valið sér hluti á óskalistann sinn. Æj hversu gaman væri að fá að fermast aftur – viðurkennum það bara, það var að hluta til bara vegna gjafanna:)

svartahvitu-snapp2-1

HÖNNUNARMARS: HVAÐ SKAL SJÁ?

Skrifa Innlegg