Það er eitt verkefni sem situr alltaf á to do listanum mínum sem ég hef ekki enn framkvæmt en það er að mála! Ég hef margoft bloggað um þessar pælingar mínar og talað um hvað mig langi sérstaklega til að mála einn vegg í svefnherberginu mínu í dökkum lit en það er þessi “ég er bara að leigja” dilemma sem stoppar mig alltaf af en fyrir utan svefnherbergið þá þráir anddyrið smá make-over. En núna hef ég sett mér tímaramma og þá skal bretta upp ermar og skella sér í verkið, ég hef hvort sem er hugsað mér að búa á þessum stað lengi. Upphaflega var hugmyndin að mála svart en í dag þykir mér það vera alltof dökkt, þá kom hugmyndin að mála dökkblátt eftir að hafa farið í blátt innlit fyrir Glamour í fyrra en núna er ég komin yfir í einhverkonar hugmynd um grá-bláan lit -svona gerist þegar maður ofhugsar hlutina þá fara hugmyndirnar í hringi. Ég tók saman nokkrar myndir af dökkmáluðum svefnherbergjum og þau eru hver öðru fallegri, þá er það bara úllen-dúllen-doff hvaða lit skal velja.
Myndir via Svartahvitu Pinterest
Tókuð þið ekki eftir hvað ég litaraðaði myndunum smekklega;) Hver er þinn uppáhalds litur af þessum hér að ofan?
Skrifa Innlegg