Ég er að íhuga að fara í smá átak með instagramið mitt og setja oftar myndir þangað inn, þetta er svo skemmtilegur miðill að ég vil endilega prófa að nota hann betur. Það má þó alveg ræða að ég hefði mögulega átt að velja annarskonar átak svona í þessum fína janúarmánuði, *hóst* ræktin. Hugmyndin er að taka oftar myndir hér heima og úr daglegu lífi, svona reyna það að minnsta kosti! Ykkur er velkomið að fylgjast með á @svana_
Þessa mynd tók ég í dag, ég lét sérpanta fyrir mig Elkeland x Ferm Living veggteppið í Epal og sótti það loksins í gær. Þau fagna einmitt 10 ára afmæli í ár og er þá ekki einmitt tilefni til að kaupa handa sjálfum sér gjöf frá þeim? Þannig ákvað ég að horfa á það a.m.k.:) Eigum við svo eitthvað að ræða þessa vasasöfnun mína, það þarf einhver sárlega að fara að gefa mér blómvönd í þá. Það er annars alveg stanslaus barátta á þessu heimili hvernig ég raða vösunum, þannig er nefnilega málið að á bakvið Finnsdóttir vasann er myndlykillinn fyrir tv-ið sem mér finnst vera svo afskaplega ljótur að ég stilli alltaf vasanum upp þannig að hann sjáist ekki en á sama tíma er ekki hægt að nota fjarstýringuna sumum til mikillar mæðu. Og nei, hann getur hvergi annarsstaðar verið því miður, það er svo mikið innstunguhallæri í stofunni. Takið líka eftir að Besta skenkurinn hangir 1 cm ofar en hinn skenkurinn vegna staðsetningar á innstungu, þetta truflar mig í hvert skipti sem eg horfi á þá og ég veit að ég er ekki ein um að spá í svona hlutum, það eru fleiri klikkhausar þarna úti:)
Jæja, þangað til næst! Vonandi verður helgin ykkar frábær!
Skrifa Innlegg