fbpx

Á ÓSKALISTANUM: BÓKIN INNI

BækurÍslensk hönnunÓskalistinn

Í dag kemur út bókin Inni sem sýnir yfirlit yfir hönnun Rutar Káradóttur síðustu árin og er gefin út af Crymogeu. Það þarf vart að kynna Rut fyrir ykkur en hún ber að mínu mati höfuð og herðar yfir flesta aðra innanhússarkitekta og er algjör fyrirmynd fyrir þá sem vilja feta þessa braut. Frá því að ég heyrði fyrst af útkomu þessar bókar vissi ég að ég yrði að næla mér í eintak, þetta er bókin til að hafa ofan á stofuborðinu og fletta upp í aftur og aftur það er ég viss um. Að minnsta kosti skyldueign fyrir okkur heimilis og hönnunarunnendur.

rut-bok.235350 850060

Ljósmyndarinn er enginn annar en Gunnar Sverrisson sem er einn reynslumesti ljósmyndari landsins þegar kemur að innanhússhönnun og smekklegum heimilum svo það er hreinlega ekkert við þessa bók sem gæti klikkað. Núna tel ég niður þar til að ég fæ mitt eintak í hendurnar, svo spennt er ég…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

Á STRING HILLUNNI MINNI

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ellen

    20. November 2015

    Hvar fékkstu bókina?
    Ég finn engar upplýsingar um hvar hún er seld þegar ég google-aði hana:)

  2. Lorena Martinez Villamizar

    20. November 2015

    Bello blog…..felicitaciones!!!!!!!
    Podras enviarme boletines???
    loredana2607@gmail.com
    Gracias