Hvernig hljómar nú að kíkja í heimsókn til tískubloggara í dag? Hún Maria Karlberg býr hér ásamt dóttir sinni en heimilið sem er að mestu leyti svart hvítt er þó nokkuð hlýlegt því stíllinn er klárlega undir bóhemískum áhrifum en þó í dempaðri litum en einkenna oft stílinn. Luktirnar, skeljaskreytti lampinn, plönturnar, feldurinn og bastkörfurnar búa til stemminguna en svo fer ekki framhjá okkur falleg ljósmynd á veggnum frá Love Warriors, en það er reyndar efni í sérfærslu svo fallegar vörur frá því merki og það er sko bóhem alla leið og ó svo fallegt. Kíkjum á þetta fallega og látlausa heimili…
Hér er myndin sem ég er að tala um, en Rökkurrós er með Love Warriors á Íslands, -mæli með að kíkja við.
Að henda gæru yfir stól er eitthvað svo einfalt en gerir þó mikið fyrir rýmið.
Það hafa verið gerðar fjölmargar DIY útgáfur af svona bastkörfuljósi, einföld, ódýr og sniðug hugmynd!
Sumir raða betur í skóskápinn sinn en aðrir…
Þessi bréfpoki er líka frá Love Warriors, en takið eftir hurðinni sem er notuð til að afmarka litla vinnuaðstöðu.
Plöntur, plöntur, plöntur… það sem þær gera mikið og sérstaklega fyrir svona látlaus heimili. Ég fagna því mjög mikið að góður vinur minn var að byrja að vinna í stórri plöntuverslun og eitthvað ætla ég mér að blikka hann:)
Borgarveggspjöldin fást t.d. hjá Winston Living
Þessi mynd hér að ofan er frá Ikea livet hemma síðunni þessvegna er hún svona óvenju “litrík”, en þó frá heimili Mariu.
Það er stæll á þessari píu, ef þið hafið áhuga á að sjá meira þá smellið þið hér.
Skrifa Innlegg