Hér kemur enn eitt innlitið af blogglagernum mínum, ótrúlegt að ég hafi ekki birt það strax því það er alveg frábært og fullt af flottum lausnum hér að finna. Sérstaklega falleg bókahillan sem umlykur heilan vegg og litaraðaðar bækurnar setja alveg punktinn yfir i-ið
Alveg geggjuð bókahillan, ég myndi skemmta mér mjög vel við það að raða í hana
Lítill en smart eldhúskrókur
Ég er mjög hrifin af svona opnum hillum í eldhús með allt uppivið og ekki lokað í skápum eins og með t.d. eldföstu mótin og blandarann. Boxin frá HAY eru mjög flott til að geyma ýmislegt í, ég á svona sett nema mín eru búin að upplitast mikið því ég geymdi þau við glugga.
Fullkominn danskur tekkskápur!
Fallegt barnaherbergið og þægilegt að hafa tvær stórar taukörfur til að henda í leikföngum eftir daginn. Ég set þó stórt spurningarmerki við það að hafa skinn af litlum bamba á gólfi inni í barnaherbergi, en það er kannski bara ég?
Svefnherbergið er klárlega uppáhalds herbergið mitt í þessu innliti, litakombóið í rúminu og náttborðinu er alveg geggjað. Ég mæli þó alls ekki með að hafa myndahillu við höfuðgaflinn nema vera búin að líma myndirnar líka við vegginn til að koma í veg fyrir slys.
Aldrei að gleyma að setja líka smá punt á baðherbergið:)
Nú held ég áfram að grafa mig í gegnum blogglagerinn minn og birti gleymdar en góðar færslur:)
Skrifa Innlegg