fbpx

HELGARINNLITIÐ: LITARAÐAÐ Í BÓKAHILLUR

EldhúsHeimili

Hér kemur enn eitt innlitið af blogglagernum mínum, ótrúlegt að ég hafi ekki birt það strax því það er alveg frábært og fullt af flottum lausnum hér að finna. Sérstaklega falleg bókahillan sem umlykur heilan vegg og litaraðaðar bækurnar setja alveg punktinn yfir i-ið

01_stuen

Alveg geggjuð bókahillan, ég myndi skemmta mér mjög vel við það að raða í hana

08_koekken

Lítill en smart eldhúskrókur

12_spisestue04_friske_blomster10_koekken09_koekken

Ég er mjög hrifin af svona opnum hillum í eldhús með allt uppivið og ekki lokað í skápum eins og með t.d. eldföstu mótin og blandarann. Boxin frá HAY eru mjög flott til að geyma ýmislegt í, ég á svona sett nema mín eru búin að upplitast mikið því ég geymdi þau við glugga.

02_teakskaenk

Fullkominn danskur tekkskápur!

16_Vegas_vaerelse

Fallegt barnaherbergið og þægilegt að hafa tvær stórar taukörfur til að henda í leikföngum eftir daginn. Ég set þó stórt spurningarmerki við það að hafa skinn af litlum bamba á gólfi inni í barnaherbergi, en það er kannski bara ég?

14_sovevaerelse

Svefnherbergið er klárlega uppáhalds herbergið mitt í þessu innliti, litakombóið í rúminu og náttborðinu er alveg geggjað. Ég mæli þó alls ekki með að hafa myndahillu við höfuðgaflinn nema vera búin að líma myndirnar líka við vegginn til að koma í veg fyrir slys.

13_skab 05_badevaerelse

Aldrei að gleyma að setja líka smá punt á baðherbergið:)

17_lampe_paa_natbordet

Nú held ég áfram að grafa mig í gegnum blogglagerinn minn og birti gleymdar en góðar færslur:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

FINNSKT & FALLEGT

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sigrún

    8. May 2016

    Þetta er æði! Flottur stíll en samt ekki allt bara svart /hvítt/ grátt. Sammála með bambann og myndir svona fyrir ofan rúmið…

  2. Guðrún

    9. May 2016

    Ótrúlega fínt! Ekki vill svo til að þú vitir hvaðan hvítu hillurnar í eldhúsinu eru? Þetta er akkúrat eins og mig vantar í mitt eldhús :)

    • Svart á Hvítu

      9. May 2016

      Ég er nokkuð viss um að þessar séu úr Ikea, en svo er Hjarn með svipaðar:)