fbpx

LANGAR Í…

Óskalistinn

bm2014

Mig langar mjög mikið til að eignast 2014 mæðradagsplattann frá Bing & Grøndahl. Ég hefði átt að kaupa hann í vetur hjá Kúnígúnd en núna er 2015 bara í boði, því þarf ég líklegast að finna hann á e-bay.

Ég er búin að redda mér einum frá 1986 (ég+Andrés) og það væri gaman að eiga líka árið hans Bjarts.

Núna er þetta komið út í kosmósið og kannski að einhver sé að lesa þetta sem hugsar til mín ef hann rekst á plattann:)

-Svana

DRAUMURINN UM SVAN

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. María Rut Dýrfjörð

    21. January 2015

    Ég hef einmitt verið að hugsa mér að reyna að komast yfir 2014 og 2012 – fæðingarár dætranna, var mjög glöð þegar ég sá myndirnar fyrir árin, finnst þau bæði falleg.

    • Svart á Hvítu

      21. January 2015

      Já ég er einmitt voða lukkuleg með 2014, ég hefði þó persónulega kosið annað dýr á minn platta en árið 1986 er fíll hehe:)

      • María Rut Dýrfjörð

        22. January 2015

        Hehehe já þetta getur verið happdrætti. Dæturnar eiga Georg Jensen jólaóróann fyrir árin sín – finnst þeir einmitt báðir fallegir líka.

        En hvað kosta mæðradagsplattarnir sirka bát?

        • Svart á Hvítu

          22. January 2015

          Þessir gömlu eru að fara á alveg frá 2500 – 4000 kr. En nýju er á um 9þúsund!

          • María Rut Dýrfjörð

            22. January 2015

            Jæks! Set þá á óskalistann minn fyrir afmæli og jól :)

  2. Sveinrún Bjarnadóttir

    21. January 2015

    Ég verslaði mína 4 platta (4börn) í Antíkbúðinni í Kópavogi sem er í Hamraborginni. Veit ekki hvort nýjustu plattarnir eru til,þeir gömlu eru ódýrari en þeir nýju.Vona að þetta hjálpi;-)

  3. Hildur systir

    23. January 2015

    Hægt að fa þa i köben a 399 danskar eg kaupi þa bara uti ef þu verður ekki buin að finna þa:)

  4. Áslaug Þorgeirs.

    27. January 2015

    Þetta er út um allt í Genbrug í DK – Þú þangað!