Gangurinn á heimilinu er loksins hættur að vera alveg tómur og nokkrar myndir hafa verið hengdar upp og meðal annars þessi fíni fugl. Það er orðið dálítið síðan að ég stoppaði hann upp, en hann hefur aldrei fengið að fara upp á vegg fyrr en núna nýlega. Ég er mjög hrifin af uppstoppuðum dýrum þó að það sé alls ekki allra sem ég skil mjög vel. Fuglinum var skellt upp á nagla sem var þarna fyrir svo ég er eftir að ákveða mig betur hvort að fiðrildamyndirnar fái að vera þarna líka, mér finnst eitthvað furðulegt við að hafa bæði fugl og fiðrildi á sama vegg, en það er kannski bara ég?
Þegar gengið er út úr forstofunni þá er þetta það fyrsta sem þú sérð á heimilinu, þetta áhugamál mitt fær alltaf misjafnar undirtektir sem ég hef þó vanist. Það er jú ekki hægt að geðjast öllum:)
Svo var ég búin að skipta út Scintilla myndinni sem var fyrir ofan sófann og núna prýðir hún ganginn:)
Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér
Skrifa Innlegg