Þegar ég rakst á færsluna hjá Ernu Hrund í dag þar sem hún er að gefa kimono frá Andreu ákvað ég að sýna tvær flíkur sem hanga á fataslánni minni síðan um helgina -einmitt frá Andreu:) Hefði ég vitað af leiknum hefði ég mögulega seinkað skírninni og reynt að vinna flíkina haha, en mig vantaði einmitt flík til að klæðast í skírninni þegar ég fann þessar.
Blái kimoinn var upphaflega flíkin sem ég vildi klæðast, en á skírnardaginn sjálfan fékk ég efasemdir því ég hafði ekki getað hætt að hugsa um pallíettujakka frá deginum áður. Ég rölti því niðureftir (ég bý u.þ.b. 30 skrefum frá versluninni) og fékk mér pallíettujakkann, -kom heim og mátaði fyrir mömmu og Andrés sem sannfærðu mig að blái væri samt málið. Hinn fær þá bara að njóta sín vel á jólunum:)
…svo ein mynd af okkur fjölskyldunni frá skírnardeginum. Það er algjör undantekning að heyra þetta barn gráta svo það er frekar óheppileg tilviljun að barnið sé grátandi á einu fjölskyldumyndinni. Hún fer allavega ekki á jólakortið í ár:)
x svana
Skrifa Innlegg