Það styttist í 20 vikna sónarinn hjá mér og því má ég leyfa mér aðeins fleiri barnaherbergjapælingar. Í draumaveröld þá ætti ég stærri íbúð með aukaherbergi þar sem ég gæti gert svona fallegt barnaherbergi. En staðan er víst ekki þannig svo það eru bara draumar í augnablikinu:)
Ég er ennþá ótrúlega heilluð af svona indíánatjöldum, en hugmyndin til hægri hvernig hillan er afmörkuð með lit er alveg frábær.
Ég hef margoft sýnt doppótta veggi, en þessar pínulitlu doppur eru einstaklega fallegar og látlausar.
Ský úr vír og litlir krúttlegir barnaskór hengdir upp til skrauts:)
Þetta eru reyndar einfaldar hugmyndir sem þurfa kannski ekkert sér herbergi. Kannski er það bara rugl í mér að það sé “möst” að eiga aukaherbergi, ef ég finn skipulagshliðina í mér sem ég týndi fyrir dágóðu síðan þá reddast þetta eflaust!
-Svana
Skrifa Innlegg