Næringarhjólið er matardiskur sem hannaður er af Hafsteini Júlíussyni ásamt Rui Pereira, en diskurinn á að minna okkur á hvernig við eigum að borða rétt! Diskurinn sem framleiddur er í aldargömlu postulínsverksmiðjunni Porcel í Portúgal kemur í þremur gerðum: megrunar, venjulegur og ofurstór.
Mér finnst þessi hönnun vera sérstaklega skemmtileg svona eftir hátíðarnar og á tímum þegar að líkamsræktarstöðvar landsins fyllast og margir eru að reyna að taka sig á í matarræðinu;)
Það skemmtilega við diskinn er að þetta er ágætis áminning, þó að ekki sé alltaf borðað eftir réttum hlutföllum og jafnvel þó diskurinn endi sem skrautmunur uppá hillu!
Virkilega skemmtileg hönnun!
:)
Skrifa Innlegg