Ég hefði ekki getað valið betri dag fyrir vorhreingerningu en í dag því að sólin skein svo skært að það mátti sjá hvert einasta rykkorn og fingrafar úr langri fjarlægð. Eins og þið hafið eflaust orðið vör við í kringum ykkur hefur flensan nefnilega heimsótt flesta og ó jú hún kom svo sannarlega á okkar heimili, því mætti líkja heimilinu síðustu daga við sprengingu svo mikið var draslið og vá hvað það var skítugt, því hér hafði ekki verið þrifið í langa tíð. Matarslettur á gólfi og veggjum, grútskítugur og blettóttur sófi og gólfmotta og hrúgur af óhreinum fötum. Ég byrjaði á því að taka af sófanum í fyrradag og fór með áklæðið í hreinsun og fékk það eins og nýtt tilbaka í dag, en ég hef aldrei tekið áklæðið af síðan við eignuðumst sófann. Svo er búið að skúra allt hátt og lágt, skipta um á rúmum og þurrka af öllu, og vá hvað það er góð tilfinning að hafa allt svona skýnandi hreint. Núna má vorið koma:)
Þess má geta að hér er ekki búið að hreinsa… eins og sjá má miðað við Ceerios-ið á gólfinu. En birtan sést mjög vel á myndinni eins og hún var í dag, núna er næst á dagskrá að þrífa glugga og taka í gegn allar skúffur og skápa. Ég sótti einnig loksins Andy Warhol plakatið mitt úr innrömmun í gær en ég hafði óvart gleymt því þar. Stofan er því alveg að komast í sparibúninginn, núna vantar bara blómin í vasann…
Skrifa Innlegg