fbpx

VORHREINGERNING

Persónulegt

Ég hefði ekki getað valið betri dag fyrir vorhreingerningu en í dag því að sólin skein svo skært að það mátti sjá hvert einasta rykkorn og fingrafar úr langri fjarlægð. Eins og þið hafið eflaust orðið vör við í kringum ykkur hefur flensan nefnilega heimsótt flesta og ó jú hún kom svo sannarlega á okkar heimili, því mætti líkja heimilinu síðustu daga við sprengingu svo mikið var draslið og vá hvað það var skítugt, því hér hafði ekki verið þrifið í langa tíð. Matarslettur á gólfi og veggjum, grútskítugur og blettóttur sófi og gólfmotta og hrúgur af óhreinum fötum. Ég byrjaði á því að taka af sófanum í fyrradag og fór með áklæðið í hreinsun og fékk það eins og nýtt tilbaka í dag, en ég hef aldrei tekið áklæðið af síðan við eignuðumst sófann. Svo er búið að skúra allt hátt og lágt, skipta um á rúmum og þurrka af öllu, og vá hvað það er góð tilfinning að hafa allt svona skýnandi hreint. Núna má vorið koma:)

12787366_10154592241148332_893599435_o

Þess má geta að hér er ekki búið að hreinsa… eins og sjá má miðað við Ceerios-ið á gólfinu. En birtan sést mjög vel á myndinni eins og hún var í dag, núna er næst á dagskrá að þrífa glugga og taka í gegn allar skúffur og skápa. Ég sótti einnig loksins Andy Warhol plakatið mitt úr innrömmun í gær en ég hafði óvart gleymt því þar. Stofan er því alveg að komast í sparibúninginn, núna vantar bara blómin í vasann…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

HELGARVERKEFNIÐ: TJALD!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Anna

    3. March 2016

    Ertu ekki með Karlstad sófa frá Ikea? Á nefnilega líka þennan sófa með sama áklæði og hann þarf líka hreinsun en ég hef miklað þetta fyrir mér. Skrúfaðiru í sundur sófann til að taka allt áklæðið? Eða settiru bara áklæðið af pullunum í hreinsun?

    • Svart á Hvítu

      3. March 2016

      Jú er með þannig sófa, ég í rauninni tók bara af 4 pullunum -hitt er svosem ekkert skítugt:)
      En fékk hinsvegar skilaboð frá vinkonu í gær sem á líka svona sófa og hún hefur bara sett í sína þvottavél á 30 á viðkvæmu prógrammi, svo það þarf ekkert endilega að fara í efnalaug og borga 5-6 þúsund fyrir:)
      Næsta skref er þó að skrúfa hliðarnar af og reyna að rétta af fyllinguna, því hann er orðinn smá hnjaskaður eftir of mikið kúr:)
      -Svana

  2. Anonymous

    5. March 2016

    Hvernig plöntu ertu með í hengipottinum?

  3. Anonymous

    11. March 2016

    Hvar er hægt að kaupa Andy Warhol plaköt?

    • Svart á Hvítu

      12. March 2016

      Þau fást á Íslandi hjá Rökkurós, og erlendis í Moderna safninu:)