fbpx

VITLEYSA DAGSINS: LEGO GEYMSLUHAUS

PersónulegtVerslað

Ég byrjaði daginn á góðu nótunum og kom við á pósthúsinu þar sem beið mín pakki sem ég hafði pantað fyrir nokkrum vikum, það var nefnilega langþráður Lego skull geymsluhaus sem ég hafði keypt til að setja í barnaherbergið til að geyma í litla Lego kubba eða annað smádót. En það er nefnilega þannig að herra Lego sjálfur var búinn að banna framleiðslu á þessum hausum fyrir stuttu síðan sem framleiddir voru af Room Copenhagen og nutu mikilla vinsælda og má sjá í ófáum barnaherbergjum. Skull var einn vinsælasti hausinn og er í dag uppseldur worldwide og þá er eina leiðin að leita hann uppi á netinu.

Sem ég gerði.

Þegar ég sótti pakkann hélt ég að ég væri hreinlega að ruglast miðað við stærðina á kassanum (stærðin var ca. 2 videospólur) þetta hlyti að vera eitthvað annað sem ég væri búin að panta en síðan gleymt sem væri svosem alveg típískt ég.

Þegar ég opnaði pakkann tók við eitt besta hláturskast í langan tíma, ég vildi hafa óskað þess að einhver hefði verið með mér því Lego hausinn sem ég hafði keypt er ekki stærri en nöglin á litla putta, ég er meira að segja búin að týna honum tvisvar í morgun og veit í augnablikinu ekki hvar hann er staddur á heimilinu.

Screen Shot 2016-08-29 at 14.15.33

Hér að ofan er hausinn sem ég pantaði mér og að neðan er hausinn sem enn situr á óskalistanum mínum.

c7459c0350f79f91f821f971aab243ef

Ég legg ekki meira á ykkur.

instagram/svana.svartahvitu & snapchat:svartahvitu

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

INNLIT: HOLLYWOOD GLAM

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Erla

    29. August 2016

    Allt of gott :D

  2. Inga Rós

    29. August 2016

    bwhahahahah drepfyndið

  3. Sæunn

    29. August 2016

    Nei hættu, þetta er of gott. Vonandi borgaðiru ekki mikið fyrir þennan smáhaus :)