fbpx

VÍRAGRIND Í ELDHÚSIÐ

DIYHeimiliPersónulegt

Ég hef verið að að gera eitt og annað hér heima undanfarið, mögulega allt annað en að sinna vinnu. En ég er svona að detta hægt og rólega aftur í rútínu eftir að hafa verið í heilt ár í fæðingarorlofi. Trúið mér, það er erfitt:) Ég tók mig til um daginn og ákvað að fá mér svona víragrind eins og ég hef margoft póstað undanfarið ár eða svo, en ekki komið mér í. Það var þó meira vesen en ég gerði ráð fyrir en alveg þess virði…

IMG_20150903_144601

Ég ákvað að spreyja grindina hvíta fyrir aðeins hlutlausara útlit en hafa skal í huga að ef grindin er ryðguð þá smitar hún frá sér á veggi og því  nauðsynlegt að annaðhvort lakka með glæru eða í lit. Þetta var þó heilmikið vesen, fyrst reyndi ég að kaupa grindina í Byko, en þar fékk ég enga aðstoð við að klippa hana niður svo ég hefði aldrei komið henni heim á bílnum mínum, ásamt því að hún kostaði yfir 10.000 kr. Nokkrum dögum síðar fór ég í Bauhaus þar sem grindin, um 2 metrar á lengd, kostaði reyndar bara um 2.500 kr, en þar var einnig ekki hægt að fá aðstoð að klippa hana niður. Því þurfti ég að láta sækja grindina fyrir mig á stærri bíl. Frekar mikið vesen verð ég nú að segja og svo þarf að fá lánaðar víraklippur eða sög til að fá út réttu stærðina. Svipurinn á gæjunum sem afgreiddu mig var reyndar kostulegur, þetta er eflaust lélegasta hugmynd sem þeir hafa séð!

IMG_20150903_145307

Ég er með gylltar klemmur á grindinni til að hafa þetta eins fínlegt og möguleiki er á þar sem að þetta er jú í eldhúsinu mínu og ég hefði ekki viljað svona hrátt útlit eins og það hefði annars verið. Núna er bara að fylla hana af skemmtilegum myndum, mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa myndir uppivið af fólkinu mínu, þó svo að það skreyti bumbumynd af mér grindina í dag… Þar sem það er jú akkúrat ár í dag sem þessi mynd er tekin þá er það vel við hæfi. Eins árs afmælið eftir viku, ég tel niður!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

TÖFF SKRIFSTOFUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Húsasund

    3. September 2015

    Kemur mjög vel út!

    Ég á einmitt líka nokkrar heimsóknir að baki í byggingavöruverslaniri þar sem starfsfólkið er mjög skeptískt á DIY verkefnin mín :) En fyrst að þú þurftir að kaupa svona stóra grind, áttu þá ekki hellings afgang og getur föndrað fleiri svona? :)

    .diljá

    • Svart á Hvítu

      3. September 2015

      Jú ég á sem betur fer smá afgang, ég næ vonandi að gera smá vegg á verkstæðinu:)
      p.s. flott bloggið þitt!;)
      -Svana

  2. Iris

    6. September 2015

    Hvar fékkstu klemmurnar?