Eins og áður hefur komið fram átti bloggið mitt SVART Á HVÍTU nýlega fimm ára afmæli. Í tilefni þess og í anda jólanna vil ég bjóða ykkur að vera með í skemmtilegum gjafaleik þar sem vinningurinn er ekki af verri endanum. Eins og við vitum flest þá er sælla að gefa en þiggja og því ætla ég að gefa einum heppnum lesanda samtals 100.000 kr. gjafabréf í uppáhalds verslununum mínum.
Ég hef ekki leynt ánægju minni af glæsilegu úrvali netverslana hér á landi en þær munu hreinlega bjarga mér um jólin. Það er nefnilega ekki hlaupið að því að skjótast út í búð með eitt lítið kríli á arminum og því verða öll mín jólainnkaup í ár gerð á netinu -uppí sófa!
Hvernig væri nú ef við slepptum jólastressinu í ár? Það er hægt að velja gjafir í körfuna á meðan að smákökurnar bakast eða rétt fyrir svefninn þegar allir eru komnir í háttinn og svo það besta við þetta allt, -að fá gjafirnar sendar heim að dyrum. Við þurfum ekkert að ræða þetta frekar:)
Þessar flottu verslanir sem um ræðir gefa hver 10.000 kr. gjafabréf sem hægt er að nota til að kaupa jólagjafirnar, en þó hvet ég vinningshafann til að gera einnig smá vel við sig í leiðinni og fá sér eins og allavega einn fallegan hlut. Ég tók saman fimm hluti úr hverri verslun til að sýna brot af vöruúrvalinu, og hver veit nema jólasveinninn minn rekist á þetta.
EPAL
Epal rekur þrjár verslanir, í Skeifunni, Hörpu og í Leifsstöð. Í netverslun þeirra er að finna bæði klassíska hönnun ásamt spennandi nýjum hönnunarfyrirtækjum. Dæmi um vörumerki: Normann Copenhagen, Ferm Living, Design House Stockholm, Hay, Menu.
ESJA DEKOR
Esja Dekor er vefverslun með öðruvísi og skemmtilega hönnunar- og gjafavöru frá upprennandi hönnuðum víðsvegar úr heiminum. Dæmi um vörumerki: Silke Bonde, Snurk, Present time, Faunascapes, Miss etoile.
HJARN
Hjarn Reykjavík living er falleg lífstílsverslun fyrir fjölskylduna, heimilið og garðinn. Dæmi um merki: Lucie Kaas, House Doctor, One must dash, OYOY, Brita Sweeden.
HRÍM HÖNNUNARHÚS
Hrím rekur tvær flottar verslanir á Laugavegi en heldur einnig úti vefverslun. Dæmi um merki: Kahler, Stelton, Umemi, Design house Stockholm, Bloomingville.
I AM HAPPY
I am happy er skemmtileg barnavöruverslum með fallegum hlutum fyrir barnaherbergið ásamt úrvali af barnafötum. Dæmi um merki: Vilac, Wu and Wu, Barbapapa, Mói.
MINIMAL DEKOR
Minimal Decor er vefverslun sem sérhæfir sig í hönnun hjá ungum og upprennandi listamönnum í bland við aðra einstaka hönnun frá Skandinavíu. Dæmi um merki: Funky Doris, I love my type, Mette Hagerndorn, Rikke Frost.
MJÓLKURBÚIÐ
Mjólkurbúið er lífstílsverslun sem selur falleg leikföng, innanhússmuni, gjafavöru og barnafatnað. Dæmi um merki: By nord, Mini rodini, OMM design, Hunte, Sebra.
PETIT
Petit er falleg skandinavísk barnavöruverslun sem selur barnafatnað og sérvalda hluti fyrir barnaherbergið. Dæmi um merki: Färg&Form Sweden, Babynest, Mini Empire, Mini Willa, OMM design.
REYKJAVÍK BUTIK
REYKJAVÍK BUTIK er vefverslun sem býður upp á fallega hönnun fyrir heimilið ásamt fatnaði fyrir konur og börn. Dæmi um merki: Zolo design, Kristina Dam, Norm Architects, Snug studio, Vee Speers.
SNÚRAN
Síðast en alls ekki síst er það Snúran sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið. Dæmi um merki: Nynne Rosenvinge, Prettypegs, Pia Wallén, Finnsdottir, Nagelstager Repro.
…
Eruð þið að trúa þessu flotta úrvali af netverslunum á Íslandi?
Til að komast í pottinn og eiga möguleika á að vinna 100.000 kr. gjafabréf í flottustu netverslunum landsins þá þarft þú að,
1. Skilja eftir athugasemd með fullu nafni.
2. Líka við og deila þessari færslu.
3. Og svo máttu endilega fylgja Svart á hvítu á facebook til að missa ekki af neinu!
Dregið verður út sunnudaginn 7.desember.
Með bestu kveðju, Svana
Skrifa Innlegg