Ljósmyndarinn Elísabet Davíðsdóttir tók þessar fallegu myndir af vængsteppunum frá Vík Prjónsdóttur, það var ágæt áminning þegar ég sá að Theódóra skrifaði um fínu sólhattana þeirra í gærkvöldi, sjá hér, því ég er búin að sitja á þessum myndum í nokkra daga. Vængsteppin frá Vík Prjónsdóttur eru prjónuð teppi úr 100% íslenskri ull sem hönnuð eru með það í huga að hægt er bæði að nota það utandyra sem hlýja yfirhöfn eða einfaldlega til að kúra í uppí sófa. Ég er sérstaklega hrifin af seinni möguleikanum, en ég á reyndar tvo vængi frá þeim, bæði stóra verndarvænginn, sjá hér, og lítinn svan sem sjá má hér að neðan svo mér ætti ekki að verða kalt í vetur. Teppin koma í fjórum ólíkum týpum svo allir geta fundið eitt við sitt hæfi:)
Papageno vængur
King Eider vængur
Ljósmyndari: Elísabet Davíðsdóttir
Módel: Heather Boo
Flottar myndir af enn flottari hönnun! Ég verð nú líka að segja ykkur hvað það er gott að kúra í svona vængsteppi því það er hægt að stinga höndunum í gegnum “fjaðrirnar” og því er auðveldlega hægt að narta í eitthvað á meðan þú klæðist teppinu, lúxus ekki satt?
Skrifa Innlegg