fbpx

VERSLAÐ Á NETINU: HRÍM.IS

BúðirFyrir heimiliðÓskalistinn

Ein mesta snilld sem fundin hefur verið upp eru vefverslanir, þær eru að reynast mér sérstaklega vel þessar vikurnar þegar ég get ekki beint skotist út í búð og svalað minni verslunarþörf þegar mér hentar. Ég verð líka að viðurkenna að þegar kemur að því að ég setji saman óskalista fyrir tímarit eða hér á blogginu þá hallast ég mest að því að nota vörur frá verslunum sem eru með góðar vefsíður:) Það er bara eitthvað svo þægilegt við að geta haft það huggulegt uppí sófa og á sama tíma vera að setja fallega hluti í körfu, svo bara kemur í ljós hvort að visa kortið verði dregið upp eða karfan tæmd og byrjað aftur upp á nýtt seinna -ég stunda það s.s.:)

Ég veit að aukningin á íslenskum vefverslunum hefur ekki farið framhjá ykkur, svo ótrúlega frábær þróun og ég get vel ímyndað mér að þið ykkar sem búið úti á landi séuð himinlifandi! Ein uppáhaldsverslunin mín HRÍM var einmitt á dögunum að opna glænýja vefsíðu og vefverslun sem mig langar til að benda ykkur á. Ég er búin að eyða kvöldinu í að setja saman nokkra hluti á óskalistann minn sem ég ætla að deila með ykkur, er líka ekki einmitt kominn tími á að láta sig dreyma fyrir jólin… ég held það nú:)

Hrim2

11 dásamlegir hlutir! Ég yrði ekki lítið ánægð ef þessir yrðu mínir, ég er svona hægt og rólega að reyna að minnka þetta bleika æði sem ég hef verið haldin síðustu árin og myntugrænn kemur sterkur inn í staðinn:)

1. Postulínsvasi: 3.990 kr.// 2. Bleikt ullarteppi: 19.900 kr.// 3. Ferm Living vírakarfa 12.900 kr. Viðarlok 14.900 kr. miðstærð.// 4. Gyllt Stelton kanna: 20.990 kr.// 5. Myntugræn Lotus skál: 7.690 kr.// 6. Brita Sweden motta: 29.900 kr.// 7. Marmarabakki: 9.900 kr.// 8. Design House Stockholm kertastjaki: 16.990 kr.// 9. Diamond viskastykki: 3.990 kr. 2  stk.// 10. Kobenstyle pottur: 16.990 kr.// 11. Myntugrænn kertastjaki: 6.190 kr.//

Meira á Hrím.is

BORÐSTOFUDRAUMUR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Erla

    16. October 2014

    Ég á nokkrar gamlar lotus-skálar og er ólm í nýja svarta, ótrúlega flott mynstur.

  2. Fallegur óskalisti. Mér finnst myntugræni einmitt vera ótrúlega fallegur, það er allskonar myntugrænt og bleikt búið að læðast inn á mitt heimili þetta árið. Gullfallegir saman.