Ég er búin að gefa mér 4 daga til að klára að koma öllu fyrir, þ.m.t. að hengja upp ljós og hengja upp allar myndir, ástæðan er sú að ég ætla mér að halda smá afmælisboð á mánudaginn næsta og þá þarf íbúðin að sjálfsögðu að sýna sínar bestu hliðar. Ég tapaði reyndar sjónvarpsbaráttunni og hér eftir verður sjónvarpið í stofunni eins og hjá flestu eðlilegu fólki. Ég ætla þó að kaupa sérmubblu undir þetta sjónvarpsferlíki því ég tek fyrir það að fallegi skenkurinn okkar verði að sjónvarpsmubblu! Ég er með eitthvað mjög einfalt í huga og helst það sem tekur sem minnsta athygli því ekki vil ég að sjónvarpið sem ég er svo lítið hrifin af verði miðpunktur stofunnar, ónei.
Þessar Ikea mubblur hér að neðan koma vel til greina…
Ikea Besta skenkurinn verður 99% fyrir valinu og ég myndi vilja hafa hann upphengdann.
Ég held að hann komi vel út með skenknum sem við eigum fyrir, s.s. taki ekki athygli frá honum, og svo er ég ekkert mjög hrifin af því að blanda mörgum viðartegundum saman og því verður hvítt fyrir valinu.
Núna þarf ég bara samþykki frá einum, og þá skunda ég af stað. -Eða þarf ég kannski ekkert að fá já?
:)
P.s. Netið er komið! Vúhú
Skrifa Innlegg