fbpx

VÆNTANLEGT FRÁ PYROPET

Íslensk hönnunÓskalistinn

Ég hef margoft áður lýst yfir hrifningu minni á Pyropet kertunum en Þórunn Árnadóttir er ein af mínum uppáhalds hönnuðum. Ég er mögulega búin að senda henni of oft póst vegna svörtu Kisunnar sem er væntanleg en ég er mjög spennt eftir að eignast eina slíka. Það eru þó að bætast við fleiri spennandi dýr en ásamt Kisu og Bíbí þá bætist við hópinn Hoppa og Dýri sem eru líka algjör krútt.

Kertin koma þó ekki í verslanir fyrr en um miðjan nóvember… bara smá bið í viðbót!

Eigum við svo að ræða það hvað Dýri er fullkomið jólapunt?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

INNBLÁSTUR: SVARTIR VEGGIR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

 1. Fríða

  15. October 2015

  oo Dýri er æði ég verð að fá hann! og eiginlega aðra kisu þvi ég kveikti á mínu og sé svo eftir því :/

 2. Sigrún

  15. October 2015

  Vá hvað Dýri væri flottur um jólin! Ég fékk einmitt svona fína kisu í jólagjöf seinast en hef ekki þorað að kveikja á henni…lekur ekki vaxið út um allt eða hvað? Þarf ekki að setja hana á einhvern smart bakka, eða er eitthvað sem þú mælir með?

  • Svart á Hvítu

   17. October 2015

   Jú það er alveg möst að setja kertið á bakka eða disk, ein vinkona mín er með sína á marmarabakka litlum og það er mjög flott:)

   • Sigrún

    19. October 2015

    Já einmitt, það sem ég hélt…verð að redda mér einhverju fínu ;) Takk!