fbpx

UPPSTOPPAÐ

Íslensk hönnunÝmislegt

Ég hef lengi heillast af uppstoppuðum dýrum, mér finnst þau vera ótrúlega áhugaverð en þó svo viðkvæmt viðfangsefni.. Mér hryllir t.d við að horfa á uppstoppaðann kött eða hund, en verð agndofa þegar ég sé fallegann fugl sem hefur verið uppstoppaður.

Það er eitthvað við það hvernig hægt er að fanga þessa fegurð og gera um leið eilífa.. ég væri mjög mikið í að fá fallegann fugl á heimilið mitt, helst fljúgandi…Einhverstaðar heyrði ég að það sé ómögulegt fyrir manninn að reyna að endurskapa jafn flókna hönnun og fjöður?

Finnst ykkur þetta kannski ekkert heimilislegt?

En hinsvegar var mér bent á nýja íslenska hönnun í gær.. svona t.d fyrir þá sem eru mótfallnir uppstoppun…

Fljúgandi Hrafn og hvalabeinagrind frá Hönnunarverksmiðjunni. Mjög flott!

MARMARI

Skrifa Innlegg